Veðrið í Febrúar 2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hafáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru norðaustlægar vindáttir,síðan gerði hægviðri í tvo daga. Síðan var ákveðin norðaustanátt næstu tíu daga. Þá gerði blíðviðri í tvo daga með nokkru frosti. En snerist til norðaustanáttar þann 19.,sem stóð út mánuðinn. Úrkoman var í lægri kantinum þennan mánuðinn.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-3:Norðaustan,stinningskaldi eða allhvass,þurrt í veðri þann 1.,annars él eða snjókoma,hiti -1 til +3 stig.
4-5:Breytilegar vindáttir eða logn,andvari,kul,snjókoma um morguninn þ. 4.,þurrt þ.,5.,hiti -0 til +3 stig.
6-16.Norðaustan,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,þurrt í veðri þ.6.,annars,súld,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -3 stig.
17-18:Austan eða SA,kul eða gola,þurrt í veðri,frost -1 til -7 stig.
19-28.Norðaustan,kaldi,stinningskaldi,enn mest allhvasst,þurrt í veðri þ.19.,annars,él,snjókoma,slydda,súld,hiti frá -4 stigum upp í +3 stig.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 37,1 mm. (í febrúar 2013:55,7 mm.)
Þurrir dagar voru 6.
Mestur hiti mældist þann 1. +4,0 stig.
Mest frost mældist þann 18. -7,0 stig.
Meðalhiti mánaðarins var + 0,6 stig.
Meðalhiti við jörð var -1,07 stig. (í febrúar 2013:-0,39 stig.)
Alhvít jörð var í 5 daga.
Flekkótt jörð var í 20 daga.
Auð jörð var því í 3 daga.
Mesta snjódýpt mældist þann 12. 7 cm.
Sjóveður:Mjög slæmt sjóveður var í mánuðinum í heild.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.