Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. mars 2021 Prenta

Veðrið í Febrúar 2021.

Frá Norðurfirði 26-02-2021.
Frá Norðurfirði 26-02-2021.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum og með hægviðri og þurru veðri fram til 7. Frá 8 og til 10 var norðaustan með talsverðri snjókomu. 11 og til 13 er hægviðri og dró úr frosti smátt og smátt. 14 og 15 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með éljum og síðan rigningu. 16 til 18 var hægviðri með talsverðri rigningu eða slyddu þann 17. Frá 19 og til 25 voru hafáttir með úrkomu alla dagana, súld, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 26 fór að hlýna með suðlægum vindáttum, en snjóaði fyrst talsvert aðfaranótt 26. Síðan var rigning, skúrir og síðan él þann 28. Suðvestan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum var 27 og 28. Snjó tók mikið til upp á láglendi.

Í suðvestan storminum þann 28 fóru kviður í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 69,5 mm. (í febrúar 2020: 48,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 27: +9,0 stig.

Mest frost mældist þann 10: -5,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. (í febrúar 2020: -02 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,36 stig. (í febrúar 2020: -2,80 stig.)

Sjóveður: Gott eða sæmilegt sjóveður var 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 13, 15, 16, 17, 18, 19, 26. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt sjóveður vegna ölduhæðar eða hvassviðra. Talsverður sjór.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 8 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 12: 38 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan gola eða stinningsgola, úrkomulaust, hiti +1 til -3 stig.

2-7: Suðaustan eða A, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +3 niður í -5 stig.

8-10: Norðaustan eða norðan, kaldi eða stinningskaldi, úrkomulaust þann 8 annars snjókoma, hiti +2 niður í -6 stig.

11-13: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, snjókoma um morguninn þ.11.,annars úrkomulaust, frost -5 til +5 stig.

14: Austan stinningsgola eða kaldi, él, rigning, hiti +0 til 6 stig.

15: Sunnan, SA, stinningsgola eða kaldi, rigning, hiti +1 til +7 stig.

16-17: Norðaustan eða N, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust þ. 16, annars rigning eða slydda, hiti +1 til +5 stig.

18:Suðlægar eða breytilegar vindáttir, gola, úrkomulaust, hiti +1 til +4 stig.

19-25: Norðaustan, N, NV, stinningskaldi, kaldi. stinningsgola, gola, kul, súld, rigning, slydda, snjókoma, hiti -1 til +3 stig.

26-28: Suðaustan eða S kul, stinningsgola, stinningskaldi, síðan suðvestan allhvasst, hvassviðri, stormur, snjókoma, rigning, skúrir, síðan él, hiti -1 til +9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón