Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. ágúst 2016 Prenta

Veðrið í Júlí 2016.

Svarta þoka.
Svarta þoka.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum sem stóðu út mánuðinn. Úrkomusamt var fyrstu þrjá dagana, síðan var þurrt í veðri næstu þrjá dagana, síðan gekk aftur í úrkomusamt veður þann 8 og talsverð þann 9. Síðan var að mestu þurrt veður frá 12 og fram til 19, en áframhaldandi norðlægar vindáttir. Síðan var rigning eða súld út mánuðinn. Úrkomusamt verður að teljast í mánuðinum.

Vegaskemmdir urðu á veginum norður í Árneshrepp á laugardaginn 9. júlí, þegar miklir vatnavextir urðu við Kaldbaksvík.

Heyskapur hófst yfirleitt þann 3. og gátu bændur heyjað talsvert þessa þurrviðrisdaga 4 til 7. Síðan var allt stopp í heyskap fram til 12. þegar loks stytti upp, enn þokuloft og súldarvottur með köflum. Heyskapur var langt komin um 19, nema þar sem ílla var sprottið og þar bíður heyskapur enn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 112,5 mm. (í júlí 2015: 70.0 mm.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 17: +16,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 6: +3,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,53 stig. (í júlí 2015: +5,42 stig.)

Sjóveður: Að mestu gott eða sæmilegt, nema 8,9 og 10, þá talsverður eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðan stinningsgola, kaldi, gola, súld, mikil rigning, aðfaranótt þ.2. hiti +5 til +14 stig.

4: Norðaustan kul eða gola, súldarvottur, þokuloft, hiti +6 til +8 stig.

5-7: Norðan eða NV, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti +3 til +10 stig.

8-12: Norðan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, súld, rigning, en mikil rigning þ.9. hiti +4 til +8 stig.

13-19: Norðan eða NV, kul,gola, stinningsgola, kaldi, þoka, þokuloft, súldarvottur, 13, 14 og 19, annars þurrt, hiti +6 til +16 stig.

20-31: Áframhaldandi norðan eða NNV, gola eða stinningsgola, rigning, súld, hiti +6 til +10 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Vefumsjón