Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2014 Prenta

Veðrið í Júní 2014.

Snemma var byrjað að heyja í Árneshreppi þetta sumarið. Heyskapur á Melum 23-06-2014.
Snemma var byrjað að heyja í Árneshreppi þetta sumarið. Heyskapur á Melum 23-06-2014.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum norðan og norðvestanáttum,með hægum vindi en mikið um þokuloft og súld og fremur köldu veðri til 11. Þann 12. fór að hlýna í byli með hægviðri og þokuloftið hopaði í bili. Loks þann 16. gerði suðvestanáttir sem stóð í fjóra daga,með hlýju veðri og smá vætu. Aftur gekk í hægar hafáttir þann 20. með viðkomandi þokulofti og smá súld með köflum,sem stóð til 24. Eftir það voru breytilegar vindáttir og síðan suðlægar vindáttir út mánuðinn. Hægviðrasamt var allan mánuðinn og úrkomulítið. Heyskapur byrjaði óvenju snemma þetta sumarið í Árneshreppi vegna óvenju góðs veðurfars.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12:Norðan eða NV,andvari,kul eða gola,rigning,súld,þokuloft,þurrt í veðri 6,7 og 12.,hiti +5 til +10 stig. Hlýnandi veður þ.12.

13-15:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri 13 og 15,annars súld,hiti +6 til +16 stig.

16-19:Suðvestan gola,stinningsgola,kaldi,skúrir,rigning,hiti +9 til +17 stig.

20-24:Norðlægar vindáttir,kul eða gola,súld en þurrt þann 23.hiti +7 til +13 stig.

25-26:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,þurrt þ.25.en skúrir eða rigning þ.26.hiti +10 til +17 stig.

27-30:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,eða stinningsgola,skúrir eða rigning,en þurrt 28 og 29.hiti +7 til +16 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 32,4 mm.  (í júní 2013:13,2 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist dagana 17 og 25. 17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1. 4,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig.

Meðalhiti við jörð var 7,10 stig.  (í júní 2013:5,58 stig.)

Sjóveður:Mjög gott allan mánuðinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
Vefumsjón