Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2016 Prenta

Veðrið í Júní 2016.

Oft var þokuloft í mánuðinum.
Oft var þokuloft í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hlýindum og með suðlægum vindáttum fyrstu tvo dagana, síðan voru hafáttir fram til 23. en með hægviðri og oft með þoku og eða þokulofti og lítilsáttar úrkomu, heldur var svalara í þokuloftinu og hiti fór tvívegis niður í +4 stig. Þann 24 gerði ákveðna suðvestanátt sem aðeins var í tvo daga, og hlýnaði þá mikið. Þá fór í sama gírinn aftur með hafáttum með þoku eða þokulofti, súld eða rigningu. Talsverð rigning var 26, 27. og 28. Mánuðurinn verður að teljast mildur og góðviðrasamur þrátt fyrir allt.

Tún eru orðin sæmilega sprottin þótt mjög þurrt hafi verið fram til 25. Rakin í þokuloftinu hefur haft sín áhrif. Síðan var úrkomusamt síðustu daga mánaðar.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 38,8 mm. (í júní 2015: 15,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 3: +15,6 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: +4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +8,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,95 stig. (í júní 2015: +3,58 stig.)

Sjóveður: Mjög gott, en sæmilegt þrjá síðustu daga mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan stinningsgola, eða gola, skúrir, hiti +9 til +15 stig.

3-23: Norðan eða norðlægar vindáttir, andvari, kul, gola eða stinningsgola, þoka, þokumóða, súld, þ.4.10.11.12.13.18.og 19. rigning, þ 16, annars þurrt í veðri. Hiti +4 til +13 stig.

24-25:Suðvestan kaldi, stinningskaldi, gola, skúrir Þ.24. en þurrt í veðri þ.25. Hiti +9 til +16 stig.

26-30: Norðan, NA, NNV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þoka, súld, rigning, hiti +5 til 13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Ragna-Badda og Bía.
Vefumsjón