Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. júlí 2020 Prenta

Veðrið í Júní 2020.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum með þurru og hlýnandi veðri. Frá 4 til 5 var norðanátt með köldu veðri. 6 til 8 var hægviðri með hlýnandi veðri aftur. Þá var norðanátt 9 og 10 með rigningu og svalara veðri aftur. Frá 11 til 16 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri og smávegis vætu. 17 og 18 voru hægar austlægar vindáttir eða suðlægar með hlýju veðri, hitinn fór í 16,6 stig þann 18. Síðan voru norðlægar vindáttir út mánuðinn með rigningu eða súld og þokulofti og frekar svölu veðri.

Jörð var mjög þurr fram til 8 eftir það fór að koma væta með köflum og grasspretta fór að lagast, og var orðin sæmileg spretta í mánaðarlok.

Jarðskjálfi fannst víða í Árneshreppi klukkan 19:27 þann 20.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 64,7 mm. (í júní 2019: 13,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist +16,6 stig þann 18.

Minnstur hiti mældist +0,5 stig þann 6.

Meðalhiti mánaðarins var +8,1 stig. (í júní 2019: 7,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +5,41 stig. (í júní 2019: -4,95 stig.)

Sjóveður. Gott eða sæmilegt, gráð, sjólítið, dálítill sjór. Enn verra eða talsverður sjór þann 29.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust, +5 til +13 stig.

4-5: Norðan stinningsgola, kaldi, gola, súldarvottur þ.4. úrkomulaust þ.5. Hiti +2 til +6 stig.

6-8: Breytilegar vindáttir, gola eða kul, úrkomulaust þ.6. annars rigning. Hiti +0,5 til +13 stig.

9-10: Norðan gola, kul, rigning, þokuloft, þ.10. Hiti +5 til +9 stig.

11-16: Suðvestan, S, SA, skúrir, rigning, úrkomulaust þ. 16. Hiti +5 til +13,5 stig.

17-18: Norðaustan síðan SA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +5 til +17 stig.

19-30: Norðan, NNV, NNA, kul,gola, stinningsgola, úrkomulaust 19, 23, 24, 25 og 30., annars rigning og súld, þoka eða þokuloft, hiti +6 til +14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Húsið 29-10-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón