Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. júlí 2021 Prenta

Veðrið í Júní 2021.

Lítil sem engin spretta var orðin í lok mánaðarins.
Lítil sem engin spretta var orðin í lok mánaðarins.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu þrjá daga mánaðarins með hlýju veðri og smá vætu. 4 til 8 voru mest hafáttir, enn oft hluta dags suðlægar vindáttir og þá var hlítt yfir daginn. Þá voru hafáttir áfram frá 9 til 19 með mikilli rigningu 10 til 11, síðan voru slyddu og eða snjóél og mjög kalt í veðri. Loks snerist til suðlægra vindátta þann 20 og 21 með hlýnandi veðri í bili og úrkomulitlu veðri. Þá gerði skammvinna norðlæga vindátt aftur þann 22 og 23 með svalara veðri, en úrkomulitlu. 24 til 26 var suðvestanátt með úrkomulitlu veðri en mjög hlýju veðri. Hiti fór í 19,1 stig þann 26. Þá var hæg norðlæg eða breytileg vindátt 27 og 28 með þurru veðri. 29 og 30 var hvöss suðvestanátt með stormkviðum og hlýju veðri.

Mánuðurinn var mjög kaldur fram til 20 júní. Jörð mjög þurr og lítil sem engin spretta orðin í lok mánaðar.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 63,3 mm. (í júní 2020) : 64,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 29. +19,6 stig.

Mest frost mældist þann 15. -0,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig. (í júní 2020: +8,1stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,46 stig. (í júní 2020 +5,41 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður vegna sjógangs eða mikils vinds var dagana 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 24, 25, 26, 29 og 30. Það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór. Annars gott eða sæmilegt sjóveður, það er gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan eða breytileg vindátt, kul, gola, stinningsgola, skúrir, rigning, hiti +5 til +12 stig.

4-8: Norðan, NV, NA, Breytileg vindátt, rigning, súld, þoka, þokuloft, hiti, +5 til +14 stig.

9-19: Norðan NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, en stinningskaldi eða allhvasst 11 og 13.Súld, rigning, slydduél, snjóél, skúrir. Úrkomulaust var 12, 15 og 19. ‚úrkomu varð vart þ. 18. Hiti -1 til +7 stig.

20-21: Suðvestan, S kul, gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, úrkomulaust þ.20. Hiti +2 til +13 stig.

22-23: Norðan stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, kul, súld, rigning, hiti +5 til +11 stig.

24-26: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, lítilsáttar skúrir þ.25. En úrkomu vart þ.24. Úrkomulaust þ.26. hiti +6 til +19 stig.

27-28: Norðan eða breytileg vindátt, andvari, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +8 til +19 stig.

29-30: Suðvestan stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust Þ.29. Úrkomu varð vart Þ. 30. Hiti +9 til +20 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón