Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2022 Prenta

Veðrið í Júní 2022.

Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.
Oft var þoka og súld seinnihluta mánaðar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann 1 var norðan kul og smá súldarvottur. 2 til 5 voru suðvestlægar vindáttir með smá úrkomuvotti sem mældust ekki. Frá 6 til 13 voru hafáttir oftast með einhverri úrkomu og þokulofti fremur svalt í veðri.  Það hlýnaði með breytilegum vindáttum 14 til 16, úrkomuvottur. Þá gekk í norðlæga vindátt þann 17 og 18 með svölu veðri og rigningu. Þann 19 var suðvestan allhvass og skúravottur, hlítt í veðri. Þann 20 var hæg norðanátt. Þann 21 var suðvestan eða sunnan kaldi með skúrum eða rigningu. Frá 22 til 29 voru norðlægar vindáttir með svölu veðri og oftast með úrkomu. Þann 30 var norðan í fyrstu með þokusúld og kalt, en síðan gerði suðaustan golu með hlýu veðri um hádegi.

Mjög kalt var í veðri frá 21 og til 29 og snjóaði oft í fjöll á þessu tímabili. Reyndar var oft svalt í mánuðinum, en hlýnaði aðeins á milli.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,2 mm. (í júní 2021: 63,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 8 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 19: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 27: +2,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,0 stig. (í júní 2021:+7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,37 stig. (í júní 2021: +4,46 stig.)

Sjóveður: Slæmt sjóveður var dagana 17, 18, 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 28. Það var dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór. Annars var gott eða sæmilegt sjóveður. Það var gráð, sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan kul eða gola, úrkomu varð vart, súld, hiti +5 til +7 stig.

2-5: Suðvestan, V, VNV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, skúravottur, þ.2, 3, og 5. Úrkomulaust, þ.4.  Hiti +4 til +12 stig.

6-13: Norðan, NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, skúrir, rigning, súld, þoka, úrkomulaust 8 og 9. Hiti +3 til +10 stig.

14-16: Suðvestan, SA, N, kul, gola, skúravottur, úrkomu vart, hiti +7 til +14 stig.

17-18: Norðan, NV, gola, kaldi, stinningskaldi, rigning, hiti +6 til +14 stig.

19: Suðvestan stinningskaldi, allhvasst, skúravottur, hiti +10 til +17 stig.

20: Norðan kul eða gola, hiti +8 til +10 stig.

21: Suðvestan, S, gola, kaldi, skúrir, rigning, hiti +3 til +12 stig.

22-29: Norðan,NV, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning, skúrir, súld, þoka, hiti +2 til +8 stig.

30: Norðan kul í fyrstu með súld og þoku,síðan SA kul eða gola, hiti +7 til +13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Kort Árneshreppur.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón