Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júlí 2023
Prenta
Veðrið í Júní 2023.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 52,2 mm.
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 14.
Mestur hiti mældist þann 16: +20.1 stig.
Minnstur hiti mældist þann 22: +0,2 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig. (í Júní 2022: 7,0 stig.)
Meðalhiti við jörð var +5,70 stig. (í júní 2022: +4,37 stig.)
Yfirlit dagar eða vikur:
Mjög hlítt var í veðri frá 11 og fram til 17. Enn mjög kalt var síðustu fjóra daga mánaðarins, sem haustveður væri. Norðlæg vindátt var með súld og þokulofti.
Jörð var mjög þurr í mánuðinum þegar hlýindin voru, jörð var allt að því skrælnuð og þar sem sandtún voru brann gras á túnum. Grasið varð brúnt á litinn.