Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2015 Prenta

Veðrið í Maí 2015.

Að morgni 28 snjóaði talsvert í byggð,mikill snjór á mælaskýli
Að morgni 28 snjóaði talsvert í byggð,mikill snjór á mælaskýli
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðan og norðaustanáttum með éljum og köldu veðri sem stóð til og með tólfta þessa mánaðar. Þá snerist til suðlægrar vindáttar í tvo daga með hlýnandi veðri í bili. Síðan voru hafáttir næstu fjóra daga með svölu veðri að mestu. Þann nítjánda snerist til suðlægra vindátta með aðeins hlýnandi veðri til tuttugusta og fyrsta. En aðfaranótt 22. gerði skammvinna norðanátt með kalsa rigningu og slyddu. Þá voru breytilegar vindáttir í tvo daga með rigningu. Þann 25 snerist til norðlægrar vindáttar með hægum vindi í fyrstu, en þann 27. var allhvasst með snjókomu og síðan slyddu fram á 28. Norðlægar vindáttir voru svo  út mánuðinn með svölu veðri.

Mánuðurinn var mjög kaldur í heild, og úrkomusamur eftir miðjan mánuð. Ræktuð tún eru farin að grænka enn ekki stingandi strá eða komin (nál eins og sagt var í gamla daga). Enda étur lambfé úr hey rúllum sem settar eru út á tún sem þær inni væru, og fé gefin fóðurbætir úti þegar þurrt er í veðri. Úthagi er ekkert farin að taka við sér í mánaðarlok, ljósgrár enn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48,0 mm. (í maí 2014: 24,9 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 23. +11,0 stig.

Mest frost mældist þann 8. -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,6 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,84 stig. (+2,86 stig.)

Alhvít jörð var í 3 daga.

Flekkótt jörð var í 13 daga.

Auð jörð var því í 15 daga.

Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 2.

Sjóveður: Slæmt í sjóinn dagana 3-16-17-27-28 og 31. Annars allsæmilegt eða ágætt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12:Norðan og NA, gola, stinningsgola, en oftast kaldi,snjóél, en þurrt í veðri 2-4-5-7-10 og 12, hiti frá -3 stig til +3 stig.

13-14:Suðaustan kul, gola eða stinningsgola, þurrt í veðri þ. 13. annars lítilsáttar rigning, hiti -1 til +10 stig.

15-18:Norðlægar eða norðaustlægar vindáttir, kul, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, rigning,skúrir,súld, hiti +2 til +8 stig.

19-21:Suðlægar vindáttir, gola, stinningsgola eða kaldi, SA, SV, skúrir, rigning, hiti +2 til +9 stig.

22: Norðan, gola,stinningsgola,rigning, slydda, hiti +2 til +5 stig.

23-24:Suðlægar eða breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, rigning, hiti +3 til +11 stig.

25-31:Norðlægar vindáttir, N, NV, NA, kul, gola, stinningskaldi, kaldi, en allhvass um kvöldið þ. 27. og fram á 28. súld, rigning, él, slydda og snjókoma, þurrt í veðri þ.31. hiti frá +7 niður í +0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
Vefumsjón