Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2019 Prenta

Veðrið í Mars 2019.

Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
Séð til Norðurfjarðar Drangajökull- Hrolleifsborg. Séð frá Litlu-Ávík.09-03-2019.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu sjö daga mánað voru hafáttir með snjókomu, eða éljum, allhvasst eða hvassviðri var hluta úr dögunum 1 og 3. Frá 8 og til 11 voru suðlægar vindáttir og hægviðri og úrkomulausu veðri, en talsverðu frosti. Þann 12 gerði skammvinna NA átt allhvassa með lítilsáttar slyddu og hlýnaði aðeins í veðri. 13 til 17 var hægviðri með úrkomu með köflum. Frá 18 til 21 voru suðvestlægar vindáttir mest með dimmum snjóéljum. Þann 22 gerði allhvassa norðaustanátt með talsverðri snjókomu. Síðan voru suðlægar eða breytilegar vindáttir með úrkomu á köflum. Þann 25 gekk til suðaustlægrar vindáttar og hlýnaði í veðri, síðan suðvestan og snjó tók mikið upp á láglendi og var orðin flekkótt jörð að morgni þ.26. Frá 26 til 27 voru suðvestanáttir með hvassviðri og síðan stormi, fyrst með hlýju veðri en síðan kólnaði og komið frost þann 27 um kvöldið og mjög dimm él. Þann 28 var suðlæg vindátt með smávegis úrkomu. 29 var tvíátta, vestan í fyrstu síðan norðaustan með snjókomu. 30 og 31 voru suðlægar vindáttir og hlýnaði dálítið í veðri 31. Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild.

Í suðvestan rokinu þann 27 náðu kviður að fara í 78 hnúta eða 40 m/s. Mikli og dimm él voru.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 52,9 mm. (í mars 2018: 38,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 25: +8,0 stig.

Mest frost mældist þann 30: -7,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 0,0 stig. (i mars 2018: +1,1 stig)

Meðalhiti við jörð var -3,22 stig. (í mars 2018: -1,60 stig.)

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 11 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 25: 20 cm.

Sjóveður: Rysjótt sjóveður en nokkrir dagar sæmilegir.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7: Norðaustan, ANA N, NNV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi en allhvass þ.1. og allhvass og hvassviðri þ.3. snjókoma, slydduél, snjóél, hiti +4 niður í -3 stig.

8-11: Suðaustan kul, en komin A kaldi um kvöldið Þ. 11. úrkomulaust frost frá -7 og uppí +2 stig.

12: Norðaustan allhvasst, stinningskaldi, slydda, hiti -1 til +2 stig.

13-17: Austlægar eða breytilegar vindáttir, kul, stinningsgola, snjókoma, él, en úrkomulaust 16 og 17 hiti +3 til -2 stig.

18-21: Suðvestan gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri þ.20. með storméljum, skúrir, snjóél, hiti frá +7,5 niður í -7 stig.

22: Norðaustan og N stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, slydda, snjókoma, hiti frá +2 niður í -3 stig.

23-24: Mest suðlægar vindáttir SV, SA kul, stinningsgola, kaldi, síðan NV og N, gola, kaldi, skafrenningur, snjókoma, snjóél, frostrigning, hiti -5 til +2 stig.

25: Suðaustan og S kul, kaldi, allhvasst, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -2 til +8 stig.

26-27: Suðvestan, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, skúrir, slydduél, snjóél, miklar kviður þ. 27. Kviður fóru í 40 m/s. Hiti +8 niður í -2 stig.

28: Sunnan gola í fyrstu með smá snjómuggu, siðan SV stinningsgola eða kaldi og él og skafrenningur, hiti -0 til -3 stig.

29: Vestan stinningsgola fyrri hluta dags, síðan NA stinningskaldi, snjókoma, frost 0 til 4 stig.

30-31: Suðvestan eða S gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ.30. lítilsáttar rigning þ.31. Hiti -7 til +4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
Vefumsjón