Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2007 Prenta

Veðrið í Nóvember 2007.

Kambur við Reykjatfjörð 01-12-2007.
Kambur við Reykjatfjörð 01-12-2007.
Veðrið í nóvember 2007.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur eins og tveir fyrri mánuðir, enn mjög miklar hitasveiflur voru í mánuðinum og ekki eins úrkomusamur.
Úrkomulausir dagar í mánuðinum voru 8.
Úrkoman mældist 78.5 mm.

1-6:Mest suðlægar vindáttir,gola eða kaldi enn hvassviðri um tíma 3 og 6,þurrt þann 1 annars slydda,rigning eða skúrir og él,frost var þann 1 hiti frá -6 stig upp í +8 stig.
7-14:Mest vestlægar vindáttir eða breytilegar,hægviðri,kul upp í stinníngsgolu,þurrt 7 og 8 annars frekar lítil úrkoma,enn þó smá rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá 5 stigum og niðrí 4 gráðu frost
15-16:Sunnan og síðan vestan kaldi og stinníngskaldi lítilsháttar rigning,vel hlýtt hiti 4 til 11 stig.
17:Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,frost 0 til 3 stig.
18-22:Suðvestan mest kaldi eða stinníngsgola enn allhvass 19 og 20,að mestu þurrt í veðri,hiti frá 8 stigum og niðrí 6 stiga frost.
23:Suðaustan kaldi snjókoma,slydda rigning,hiti 1 til 4 stig.
24:Norðan allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,frost 2 til 6 stig.
25:Austan stinníngsgola þurrt í veðri,dregur úr frosti,frost 1 til 5 stig.
26-27:Suðvestan mest kaldi,snjókoma,slydda,rigning mest aðfaranótt 26,annars úrkomulítið,hiti 1 til 10 stig.
28:Austan gola í fyrstu síðan stinníngskaldi,þurrt,frost í fyrstu enn hlínaði,frost frá 2 stigum upp í 3 stiga hita.
29-30:Austnorðaustan og síðan norðaustan,allhvass í fyrstu siðan hvassviðri eða stormur,rigning síðan smá él,hiti frá 3 stigum niðrí 1 stigs frost.
Úrkoman mældist:78,5 mm.
Mestur hiti var þann 16 þá 11,0 stig og þann 26 10,6 stig.
Mest frost var þann 25 þá 5,9 stig og 5,8 þann 22.
Mesta snjódýpt mældist 18 cm að morgni þann 1.
Alhvít jörð var talin vera í 8 daga.
Flekkótt jörð var talin vera í 12 daga.
Auð jörð því talin vera í 10 daga.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum enn sæmilegt dagana:5 og 7 til 12 og 21 og 23.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón