Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. desember 2013 Prenta

Veðrið í Nóvember 2013.

Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.
Oft skóf sjóinn í suðvestan hvassviðrum í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustanáttum með köldu veðri fyrstu þrjá dagana,síðan gerði suðaustanátt í einn dag með nokkru frosti. Síðan frá fimmta var komið í hafáttir aftur fram til níunda. Síðan voru allverulegir umhleypingar í veðri út mánuðinn,með hita eða frosti á víxl,og oft mikill hitamunur á einum sólarhring. Í nokkur skipti gerði hvassviðri og oft með stormkviðum í éljum. Vindur náði að fara í 70 hnúta,36 m/s,eða meira en 12 vindstig gömul í kviðum um kvöldið þann 29.og fram á morgun þann 30. Mánuðurinn var snjóléttur. Borgarísjaki kom næst landi þann 18. á Ströndum,um 7 sjómílur NNA af Geirólfsnúp,sást ekki frá byggð.


Yfirlit dagar eða vikur.

1-3:Norðaustan allhvasst í fyrstu síðan stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,gola,rigning,snjókoma,eða él,hiti +5 stig niðri -1 stig.

4:Suðaustan,kul,þurrt í veðri,hiti frá -4 stigum og upp í +0 stig.

5-8:Norðaustan stinningsgola,kaldi,en allhvasst eða hvassviðri þ.7. síðan kaldi og gola um kvöldið þ.8. Þurrt í veðri þ.5.annars él,hiti frá +4 stigum niðri -1 stig.

9:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,gola,kul,andvari,þurrt í veðri,hiti frá 0 stigum niðri -5 stig.

10-11:Mest Suðaustan,stinningsgola,stinningskaldi,en N allhvass um kvöldið þ.11. slydda,él,skúrir,hiti frá -6 stigum uppi +6 stig.

12:Norðan allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi,en gola um kvöldið,snjókoma,frost -2 til -4 stig.

13:Austan og síðan N,gola,stinningskaldi,slydda,hiti -2 til +2 stig.

14-16:Suðvestan og V,gola,stinningsgola,kald eða stinningskaldi,en allhvass um tíma þ.14. snjókoma,rigning,él,hiti frá -3 til +7 stig.

17:Norðan og NA,stinningsgola,kaldi,snjókoma,frost -2 til -4 stig.

18-19:Suðvestan eða Vestan,gola,stinningsgola,kaldi,en Norðan allhvass um kvöldið þ.19. hiti frá +4 stigum niðri -9 stig.

20-21:Sunnan gola síðan SV stinningsgola,allhvass,hvassviðri,þurrt í veðri þ.20.en skúrarvottur þ.21. hiti frá -6 stigum uppi +7 stig.

22-24:Vestlægar vindáttir og síðan breytilegar vindáttir,stinningsgola,gola,kul,þurrt í veðri,hiti frá -3 stigum uppi +6 stig.

25-30:Mest Suðvestanáttir eða V,gola,kaldi og uppi storm,og fárviðri í kviðum,rigning,skúrir eða él,hiti frá +10 stigum niðri -1 stig.


Mæligögn:

Úrkoman mældist 58.9 mm. (í nóvember 2012:57,4 mm.)

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 26: +10,0 stig.

Mest frost mældist þann  18: -8,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,99 stig. (í nóvember 2012:-1,92 stig.)
Meðalhiti var: +1,3 stig.

Alhvít jörð var í 10 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 18: 10 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt,mjög fáir góðir dagar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
Vefumsjón