Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. nóvember 2015 Prenta

Veðrið í Október 2015.

Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
Að morgni þann 24. Alhvítt í Norðurfirði.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Ýmsar vindáttir voru í byrjun mánaðar, suðlægar, austlægar eða breytilegar vindáttir með frekar hægum vindi en nokkurri úrkomu fram til 13. Enn eftir það voru ákveðnar suðvestlægar vindáttir fram til 18. og síðan sunnan og suðaustan fram til 20. Þá gekk í ákveðna norðaustanátt fram til 26, og kólnandi veðri með snjóéljum, og urðu fjöll þá alhvít í fyrsta sinn og alhvítt á láglendi einnig. Eftir það voru suðlægar eða austlægar vindáttir og eða breytilegar út mánuðinn, sérlega fallegur dagur þann 31. með léttskýjuðu og eða heiðskíru veðri. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur.

Hvassviðri og eða stormur var af suðvestri 16 og 17, vindur náði 34 m/s í kviðum þann 16 og 35 m/s þann 17 í kviðum.

Mikið var um Norðurljós um kvöldið þann 6. og nutu magrir hverjir Árneshreppsbúar þess eftir vætutíð undanfarna daga, loks þegar stytti upp þann daginn og birti til seinni parts dags. Einnig var mikil Norðurljósadýrð þann 7. Norðurljós voru reyndar oftar í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 126,3 mm. (í október 2014: 134,2 mm.)

Úrkomu vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 17. +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 27. -3,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +1,73 stig. (í október 2014: +0,95 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 25 daga.
Mesta snjódýpt mældist þann 26: 3 cm.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 4-25 og 29, þá talsverður sjór, og allmikill sjór dagana 21 og 22, og dagana 23 og 24 var mikill sjór. Annars mjög gott eða sæmilegt, gráð, sjólítið eða dálitlum sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðaustan kul og SV stinningsgola í fyrstu, síðan N og NA stinningsgola, rigning, súld, hiti +3 til +10 stig.

3: Suðvestan og V, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti +1 til +5 stig.

4: Austan stinningsgola eða kaldi, talsverð rigning, hiti +1 til +10 stig.

5-8: Mest suðaustlæg eða suðlægar vindáttir, kaldi, stinningsgola, gola, kul, rigning, en þurrt í veðri 7 og áttunda, hiti +3 til 12 stig.

9-10: Vestan gola, stinningsgola, kaldi, en NV, kul þ.10. rigning eða súld, hiti +3 til +6 stig.

11-13: Norðan eða NV, og V, stinningsgola, kaldi, rigning,skúrir, hiti +3 til +10 stig.

14-15: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, skúrir, hiti +6 til +9 stig.

16- 18: Suðvestan allhvasst,hvassviðri eða stormur 16. og 17. síðan kaldi, skúrir, hiti +5 til +12 stig.

19-20: Sunnan og SA andvari, kul, gola, en A kaldi um kvöldið þ.20. rigning, hiti +2 til +6 stig.

21-26: Norðaustan, kaldi, stinningskald, allhvass, hvassviðri um tíma þ.23. rigning, slydda, snjóél, hiti +6 niður í -2 stig.

27-31: Suðlægar vindáttir eða austlægar og breytilegar, logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, en kaldi um tíma þann 30. snjókoma, slydda, rigning,enn þurrt í veðri þ.31. hiti frá -4 til +10 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón