Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2016 Prenta

Veðrið í Október 2016.

Flekkótt jörð.
Flekkótt jörð.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Það má segja að mánuðurinn hafi byrjað með kannski svölu veðri fyrsta dag mánaðar í NA lægri átt, enn fór síðan ört hlýnandi með suðlægum vindáttum alveg fram í miðjan mánuð með úrkomulitlu veðri en mjög hlýju miðað við árstíma. Frá 16 til og með 18 voru hægar breytilegar vindáttir með þurru veðri. Síðan var suðlæg vindátt, en suðsuðvestan hvassviðri aðfaranótt 20 og fram á dag. Frá 21 til 24 var suðaustlæg vindátt með hægviðri en rigningu, enn austlægur þann 25 og kólnandi veður. Þann 26 var norðlæg eða norðvestlæg vindátt og rigning. Þann 28 var ákveðin suðvestanátt með skúrum. Enn þann 29 var austan átt, fyrst með slyddu og síða rigningu. Síðan endaði mánuðurinn með suðvestanátt með skúrum, en þurru veðri þann 31. Mánuðurinn telst óvenju hlýr í heild miðað við árstíma.

Vindur þann 20 í SSV áttinni náði í kviðum 35 m/s sem er fárviðri.

Það var mikil slydda þann 29. frá því um 10:30 og fram á hádegi og gerði allt vel grátt í sjó fram, en þann snjó tók strax upp um miðjan dag. Þetta var ekki á mælingatíma, því kemur þetta ekki fram í veðurbókum sem flekkótt jörð. Auð jörð því talin allan mánuðinn.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 66,7 mm. (í október 2015:126,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 20.: +14,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 25 og 29.: +1,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,8 stig.

Meðalhiti við jörð var +3.90 stig. (í október 2015:+1,73 stig.)

Sjóveður: Gott eða sæmilegt nema frá 26 og út mánuðinn heldur verra í sjóinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan eða A andvari, kul eða stinningsgola, þurrt í veðri, hiti +3 til +7 stig.

2-15: Suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvasst eða hvassviðri þann 12. rigning eða skúrir, en þurrt í veðri dagana 5, 7, 10, 14, og 15, hiti +3 til +14 stig.

16-18: Breytilegar vindáttir, logn, kul eða gola, þurrt í veðri, hiti +3 til + 9 stig.

19-20: Suðaustan stinningsgola eða kaldi, síðan SSV hvassviðri með stormkviðum, rigning síðan skúrir, hiti +6 til +15 stig.

21-24: Suðaustan andvari, kul eða gola, rigning, skúrir, hiti +4 til +13 stig.

25: Austan gola, stinningsgola, rigning, hiti +1 til +6 stig.

26-27: Norðan eða NV og V, gola, stinningsgola, kaldi, rigning, hiti +3 til +7 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi síðan kaldi, skúrir, hiti +2 til +5 stig.

29: Austan gola eða stinningsgola, slydda, rigning, hiti +1 til +6 stig.

30-31: Suðvestan stinningsgola, kaldi síðan gola og kul, skúrir en þurrt í veðri þ.31. hiti +1 til +8 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
Vefumsjón