Veðrið í September 2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðlægum vindáttum eða breytilegum,talsverð rigning var þann 1 og 2. Þann fimmta gerði suðlægar vindáttir sem stóð til sextánda,með hlýju veðri. Þá gerði norðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 19 gekk í suðlægar vindáttir aftur með einhverri vætu fram til 23. Þann 24. var austlæg vindátt með hægum vindi en mikilli rigningu um tíma yfir miðjan daginn. 25.var suðvestan,allhvass um tíma með skúrum. Þann 26.gerði norðan hvassviðri um tíma með mikilli úrkomu um morguninn og mjög kólnandi veðri. Eftir það var norðaustan eða auslægar vindáttir og síðan suðlægar með vætu. Úrkomusamt var í mánuðinum. Fyrsti snjór í fjöllum var að morgni 26.flekkótt fjöll.
Mjög góð berjaspretta var í sumar,af krækiberum en lítið af bláberum. Mjög sennilega gosmengun,mistur þann 17.og mikið mistur þann 20.um tíma. Fallþungi dilka var lægri en í fyrra. Bændur kenna vætutíð í sumar um.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-3:Norðlægar vindáttir,kul eða gola,skúrir,síðan rigning og súld,hiti 5 til 11 stig.
4:Breytileg vindátt,logn eða andvari,þurrt í veðri,hiti 7 til 12 stig.
5-16:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola,kaldi,stinningskaldi,en allhvass eða hvassviðri, þ.11 og 12,með stormkviðum,skúrir,en þurrt í veðri þ.13 og 16. Hiti 6 til 18,0 stig.
17-18:Norðan eða NA,kul eða gola,þurrt þ.17.en sennilega gosmystur seinnipart þ.18,súldarvottur,hiti 3 til 10 stig.
19-20:Suðvestan eða suðlæg vindátt,andvari,stinningsgola,rigning,skúrir,gosmistur þ.20 talsvert,hiti 5 til 13 stig.
21-22:Suðaustan og Sunnan,gola,stinningsgola,stinningskaldi,rigning,skúrir,hiti 5 til 13 stig.
23:Suðvestan,gola,stinningsgola,skúrir,hiti gola,stinningsgola,skúrir,hiti 6 til 10 stig.
24:Austan andvari,kul eða gola,mikil rigning um tíma,hiti 6 til 9 stig.
25:Suðvestan stinningskaldi eða allhvass,en N um kvöldið með stinningsgolu,skúrir,hiti 5 til 10 stig.
26:Norðan stinningskaldi,allhvass en stinningsgola um kvöldið,mikil rigning,hiti 4 til 7 stig.
27-28: Norðaustan og austan,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,gola,rigning,skúrir,hiti 4 til 7 stig.
29-30:Suðaustan sunnan,gola,kaldi,stinningskaldi,rigning,skúrir,hiti 4 til 13 stig.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 91,8 mm. (í september 2013: 107,7 mm.)
Þurrir dagar voru 4.
Mestur hiti mældist þann 14. +17,5 stig.
Minnstur hiti mældist þann 17. +3,1 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +9,2 stig.
Meðalhiti við jörð var + 5,6 stig. (í september 2013: +3,42 stig.)
Sjóveður:Allsæmilegt meiri hluta mánaðar,en slæmt dagana 1-2-26-27 og 28.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.