Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. október 2016 Prenta

Veðrið í September 2016.

Mikil úrkoma var í mánuðinum.
Mikil úrkoma var í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Septembermánuður byrjað með hægum suðlægum vindáttum og hlýju veðri og úrkomu rétt vart fyrstu fjóra dagana, skiptust á suðlægar eða norðlægar vindáttir fram til níunda með aukinni úrkomu. Þann tíunda gekk í ákveðnar hvassar norðlægar vindáttir oft með mikilli úrkomu og sérlega þann 10 og 11., síðan lægði þann 13. Þann fjórtánda til 19. voru suðlægar eða breytilegar vindáttir og með hlýju veðri og úrkomu litlu veðri. Þá snerist til norðlægra vindátta þann 20 sem stóðu til 26, með nokkurri úrkomu. Enn frá 27 og 28 voru hægar suðlægar eða breytilegar vindáttir með þurru veðri. Þann 29 var skammvinn norðanátt með úrkomu og kólnandi veðri. Síðasta dag mánaðar var hæg breytileg vindátt og svalt í veðri.

Nokkrar aurskriður féllu á vegi í Árneshreppi það var á Kjörvogshlíð við Naustvík og í Urðunum veginum til Norðurfjarðar,í vatnavöxtunum aðfaranótt sunnudagsins 11 og lokaðist vegur um tíma.

Það snjóaði í fjöll aðfaranótt 26. í fyrsta sinn í haust.

Lítil sem engin berjaspretta var í Árneshreppi þetta sumarið, sem mörgum þykir stórfurðulegt,í sæmilega góðu sumri.

Fallþungi dilka hjá bændum var mun betri en í fyrra.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 170,2 mm. (í september 2015: 58,6 mm.)

Þurrir dagar voru 8.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Mestur hiti mældist þann 4: +14,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1: +2,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,7 stig.

Meðalhiti við jörð var +4,37 stig. (í september 2015: +5,40 stig.)

Sjóveður: Var ágætt fyrstu sjö dagana og frá 14 til 19, síðan mjög rysjótt og oft slæmt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, kul eða gola,skúrir þann 2. ,annars þurrt í veðri, hiti +3 til +14,5 stig.

5-6: Norðan og NNA, andvari, gola, stinningsgola, kaldi, þoka, súld, hiti, +6 til +10 stig.

7: Suðaustan andvari, kul, gola, þokumóða, súldarvottur, hiti +6 til +10 stig.

8: Norðaustan gola, stinningskaldi, allhvass, rigning, hiti +7 til +10 stig.

9: Sunnan og SA, gola, stinningsgola, skúrir, hiti +8 til +14 stig.

10- 13: Norðaustan eða N og NV, kaldi, stinningskaldi en allhvasst eða hvassviðri um tíma þ. 10. og 12 og fram á morgun þ.13.,rigning og mikil rigning 10 og fram á morgun þ.11.,hiti +5 til +12,5 stig.

14-19: Suðlægar vindáttir eða breytilegar, SA, SV, kul, gola, stinningsgola, stinningskaldi, rigning, súld eða skúrir, þurrt í veðri þann 14 og 18, hiti +5 til +13 stig.

20-26: Norðaustan, N, A, kul, gola,stinningsgola, stinningskaldi, kaldi, en allhvass þann 24.,rigning, súld, þurrt í veðri þann 23., hiti +4 til +11 stig.

27-28: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 4 til 12 stig.

29: Norðan stinningsgola, kaldi, rigning og súld, hiti +4 til +9 stig.

30: Breytileg vindátt kul, lítilsáttar súld eða rigning, hiti +3 til +6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Frá brunanum.
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Sirrý og Siggi.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
Vefumsjón