Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2019 Prenta

Veðrið í janúar 2019.

Séð út Norðurfjörð- Reykjarneshyrnan og Skagafjöllin. Mynd 27-01.
Séð út Norðurfjörð- Reykjarneshyrnan og Skagafjöllin. Mynd 27-01.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlægar vindáttir voru fyrstu sex dagana mjög hlítt var dagana 3 til 5 þegar hiti fór í 10 til 12 stig. Þann 7 kólnaði með vestlægri vindátt og frysti um daginn. Suðaustlæg vindátt var þann 8. Þann 9 gekk í suðvestanátt með roki og ofsaveðri, sem gekk síðan niður þann 10. Hægviðri og breytileg vindátt og dimmviðri var þann 11. Síðan var nokkuð umhleypingasamt fram til 21. Með snjókomu, slyddu eða éljum. Þá var hægviðri 22 og til 24, og úrkomulítið. Suðlægar eða austlægar áttir voru síðan frá 25 til 27, með hægum vindi. Þann 28 um kvöldið gekk í austan með snjókomu. Þrjá síðustu daga mánaðarins var síðan norðaustan eða norðanátt með snjóéljum og nokkru frosti.

Úrkoman var ekki mikil í mánuðinum og undir meðaltali miðað við janúarmánuð.

Í suðvestan rokinu eða ofsaveðrinu þann 9 fóru vindkviður í 46 m/s, en jafnavindur var þá 30 m/s kl: 21:00.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 45,8 mm. (í janúar 2018: 72,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 3: +11,7 stig.

Mest frost mældist þann 14: -8,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,5 stig. (í janúar 2018: +0,4 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,41 stig. (í janúar 2018: -3,01 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 7 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 19: 20 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt sjóveður í heild.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6: Suðvestan eða S, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri eða stormur þ.6. þurrt í veðri þ. 1. annars rigning, slydda, él, hiti frá -8 til +12 stig.

7: Vestan gola, stinningsgola, slydda um morguninn, hiti 5 og niður í -3 stig.

8: Suðaustan andvari, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti -4 til +8 stig.

9-10: Suðvestan allhvass, hvassviðri, rok og ofsaveður, dró svo úr vindi þ.10. rigningarvottur en þurrt í veðri þ.10. hiti +11 og niður í -3 stig.

11: Breytilegar vindáttir, A, SA, SV, gola eða stinningsgola, snjókoma, slydda, rigning, hiti -2 til +5 stig.

12-13: Norðaustan, allhvass, stinningskaldi, kaldi, slydda, snjókoma, hiti frá +2 niður í -6 stig.

14: Suðlæg eða breytileg vindátt í fyrstu með kuli, síðan NA allhvass með snjókomu, hiti -2 til -9 stig.

15-16: Norðaustan hvassviðri, allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, snjókoma, él, hiti -1 til -4 stig.

17: Suðlæg vindátt andvari eða kul, þurrt í veðri, frost -1 til -5 stig.

18: Austan stinningsgola, síðan gola, snjókoma seinnipartinn og um kvöldið, hiti 0 og niður í -1 stig.

19-21: Sunnan eða SV, kaldi, stinningsgola, úrkomulaust þ. 19. en snjókoma 20 og 21. hiti +5 til -2 stig.

22-24: Suðlægar vindáttir S, SV, SA, andvari, kul eða gola, lítilsáttar snjómugga þ.24. annars þurrt, hiti +1 til -7 stig.

25-26: Austan og NA kaldi, stinningsgola, gola, lítiláttar él, hiti +3 til -3 stig.

27: Sunnan eða SA, gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti -1 til -6 stig.

28: Suðaustan kul í fyrstu, en ANA stinningskaldi seinnipartinn og um kvöldið, snjókoma, hiti -1 til -4 stig.

29-31: Norðaustan og N, gola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, snjóél, skafrenningur, hiti frá +1 niður í -5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
Vefumsjón