Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. maí 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2009.

Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23-04-09.Það snjóaði þá og daginn eftir var svarta bylur.
Frá Litlu-Ávík Sumardaginn fyrsta 23-04-09.Það snjóaði þá og daginn eftir var svarta bylur.
Veðrið í Apríl 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hita yfir frostmarki fyrstu daga mánaðar síðan vægt frost framí miðjan mánuð,þá hlýnaði í veðri.Kólnaði og snjóaði talsvert 23 Sumardaginn fyrsta og 24,eftir það fór nú hiti að hækka aftur með austlægum og suðlægum vindáttum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,slydda,rigning eða súld,hiti 0 til +3 stig.

4:Suðlæg eða breytileg vindátt,kul,súld og þokuloft,hiti +2 til +7 stig.

5-14:Norðan eða NA,oftast kaldi,eða stinningsgola,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +2 stigum niðri -4 stig.

15-19:Austan og SA eða breytilegar vindáttir,yfirleitt kul eða gola,súld,rigning en slydda um kvöldið 18.hiti frá +1 stigi uppí +9 stig.

20-21:Suðlægar vindáttir,stinningskaldi eða kaldi,skúrir eða rigning,hiti +3 til +8 stig.

22:Austan gola eða kaldi,slydda,hiti 0 til +4 stig.

23-24:Breytileg vindátt í fyrstu síðan Norðvestan allhvass,slydda síðan snjókoma,hiti +3 stig niðri -1 stig.

25:Norðan stinningsgola snjókoma hiti -1 stig og uppí +1 stig,heldur hlýnandi.

26-27:Austan gola slydda í fyrstu síðan þokuloft og smá súld,hiti +1 til +3 stig.

28-30:Suðlægar vindáttir en vestlægari þann 30,rigning eða súld,hiti +3 til +10 stig.

 

Úrkoman mældist:121,2 mm. (í apríl 2008:28,5 mm).

Úrkomulausir dagar voru 1.

Mestur hiti mældist þann 29.+10,2 stig.

Mest frost var þann 12. -4,2 stig.

Jörð alhvít í 16 daga.

Jörð flekkótt í 14 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1 þá 49 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,9 stig.

Meðalhiti við jörð var:-1,20stig. (í apríl 2008:-1,38 stig).

Sjóveður:Slæmt eða ekkert sjóveður frá 1 til 13 og 23,24 og 25 mánaðar,en gott eða sæmilegt annars.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
Vefumsjón