Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2009.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn og árið byrjaði með hægviðri fyrstu 9 dagana yfirleitt með hita yfir frostmarki.
Eftir það frysti og gerði nokkrum sinnum Norðaustan eða Norðan hvassviðri með snjókomu og umhleypingasamt.
Mjög athugavert er að sjá hvað N og NA er hlý í þessum mánuði,og var janúar í ár mun hlýrri en janúar árið 2008.(sjá meðalhita við jörð.)
Snjólétt var í mánuðinum þótt dálítill snjór væri um miðjan mánuð.
Oft var talsverð hálka í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.
Yfirlit dagar vikur.
1-4:Mest Austlægar vindáttir logn,kul eða gola,rigning eða súld,SV sinningsgola með smá skúrum um kvöldið þann 4 hiti frá -1 stigi uppí +6 stig.
5-6:Breytilegar vindáttir kul eða gola,enn NA kaldi um tíma þann 6,frostúði um tíma þann 5 og snjókoma um kvöldið þann 6,hiti 0 til -1 stig.
7-9:Suðvestan eða S,stinningskaldi síðan stinningsgola,rigning síðan él,hiti +8 stig niðri -1 stig.
10-12:Norðaustan hvassviðri síðan allhvass,en stinningsgola um kvöldið þ,12,snjókoma en él þann 12,hiti frá +2 stigum niðri -7 stig.
13-14:Breytilegar vindáttir logn,eða kul,þurrt í veðri,frost frá -0 stigum niðri -5 stig.
15:Breytileg vindátt,gola,en NV um kvöldið með slyddu,hiti +1 til + 4 stig.
16:Norðan og NA kaldi og síðan allhvass,slydda síðan snjókoma,hiti 0 til +2 stig.
17:Sunnan og SA hvassviðri og allhvass um tíma síðan gola,slydda,hiti 0 til +3 stig.
18:Norðvestan kul í fyrstu,síða NNA kaldi,snjókoma,slydda eða rigning,hiti frá -2 stig uppí +2 stig.
19:Sunnan og SA kaldi síðan gola,él um morguninn,hiti +1 til +3 stig.
20-21:Austan stinningskaldi eða allhvass,smá rigning,annars þurrt,hiti +2 til + 4 stig.
22-25:Norðaustan hvassviðri síðan allhvass,snjókoma,slydda eða súld,hiti +1 til 4 stig.
26:Austan eða breytileg vindátt,kul eða gola,snjókoma eða él fyrriparts dags,hiti -1 til +3 stig.
27-28:Sunnan eða SSV oft kaldi annars gola,úrkomulaust,hiti frá -2 stigum uppí +2 stig.
29:Norðan gola með talsverði snjókomu eða slyddu,hiti +2 stig niðri 0 stig.
30:Breytileg vindátt,kul,smá él,hiti frá 0 og niðri -3 stig.
31:Norðan og síðan V,kaldi síðan stinningsgola,él,hiti 0 niðri -4 stig.
Úrkoman mældist 121,6 mm.(í janúar 2008 =55,9 mm.)
Úrkomulausir dagar voru 4.
Mestur hiti +8,2 stig þann 7.
Mest frost -6,6 stig þann 11.
Jörð alhvít í 16 daga.
Jörð flekkótt í 9 daga.
Auð jörð því í 6 daga.
Mesta snjódýptmældist dagana 12,13 og 14 þá 25 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,1 stig.
Meðalhiti við jörð var: -1,67 stig.(í janúar 2008:-3,22 stig.)
Sjóveður:Allgott fyrstu 9 daga mánaðar síðan rysjótt sjóveður.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.