Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. ágúst 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2010.

Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár enn í fyrra.
Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár enn í fyrra.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkomusamt var í fyrstu 9 daga mánaðar sem mældist 61,3 mm,síðan úrkomulítið út mánuðinn sem mældist 1,8 mm,frá 10 og út mánuðinn.

Oftast var þokuloft fram til 20,en létti oft til yfir daginn.Síðan var sérstaklega fallegt veður frá 22 fram til 25 með góðum hita.Síðan heldur svalara og oftast þokuloft eða þoka.

Mun minni heyföng voru hjá bændum í ár,miðað við í fyrra en þá var eitt besta heyskaparár sem komið hefur.

Talsvert var farið að bera á neysluvatnsskorti í sumarhúsum og bæjum í hreppnum í mánuðinum vegna þurrkanna.


 Yfirlit dagar vikur.

1:Norðaustan og ANA kaldi uppí allhvassan vind,rigning,hiti 7 til 9 stig.

2-6:Norðvestan eða N kaldi í fyrstu en gola 5 og 6,rigning eða súld,hiti 6 til 8 stig.

7-9:Norðaustan síðan N,stinningskaldi síðan kaldi og stinningsgola,rigning eða súld,hiti 5 til 9 stig.

10-11.Norðan kul eða gola,þurrt hiti 5 til 10 stig.

12:Breytileg vindátt kul,aðeins súldarvottur um morguninn,hiti frá 4 til 12 stig.

13-20:Norðvestan eða norðlægar vindáttir,kul eða gola,lítilsáttar súld 14 og17,18,og19,hiti 3 til 11 stig.

21-31:Hafáttir kul,gola eða stinningsgola,súldarvottur 22,27,28 og 31,þokuloft eða þoka,hiti frá 3 stigum uppí 20 stig.

 

Úrkoman mældist 63,1 mm.(í júlí 2009:49,0 mm)

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 21:19,7 stig.

Minnstur hiti mældist aðfaranótt 21:3,1 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,4 stig.

Meðalhiti við jörð var 6,29 stig. (í júlí 2009:+ 6,62 stig).

Sjóveður:Slæmt var í sjóinn 1-2 -3-4 og 7 og 8.Annars mjög gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
Vefumsjón