Yfirlit yfir veðrið í Júní 2010.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fremur svalt í veðri fyrstu tvo daga mánaðar en síðan fór hlýnandi,enn heldur svalara seinni hluta mánaðar.Mjög þurrt var í mánuðinum og brunnu tún hjá bændum þar sem eru sendin tún.
Oft var þokuloft í mánuðinum.
Fjöll voru talin fyrst auð þann 18,í fyrra var það í lok mánaðar.
Yfirleitt voru bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún um 10 dags mánaðar,tún tóku seint við sér vegna þurrkana,en hafa lagast mikið við þessa litlu vætu sem hefur komið.
Yfirlit dagar vikur:
1-8:Mest Norðlægar vindáttir kul eða gola súldarvottur þ.1 annars þurrt,þoka þann 4,hiti 2 til 12 stig.
9:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,skúrir um kvöldið,hiti 8 til 13 stig.
10-12:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning eða súld þann 10 og 11,hiti 5 til 12 stig.
13-16:Suðvestan gola eða stinningsgola,rigning um kvöldið þ.14 annars þurrt,hiti 8 til 15 stig.
17-18:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þurrt,hiti 5 til 19 stig.
19-21:Suðvestan kaldi eða stinningskaldi,enn gola þ.21,rigning um morguninn þ.19,hiti 9 til 17 stig.
22-30:Mest Norðvestan eða Norðan kul eða gola,súld 22 og 23 en rigning um kvöldið þ.29,hiti 5 til 12 stig.
Úrkoman mældist 13,3 mm.(í júní 2009:11,8 mm.)
Þurrir dagar voru 19.
Mestur hiti mældist þann 18 +19,0 stig.
Minnstur hiti var þann 3 þá +2,3 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,2 stig.
Meðalhiti við jörð var +5,76 stig.(í júní 2009:+ 4,85 stig.
Sjóveður:Mjög gott í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.