Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2009.

Úr mælaskýli.
Úr mælaskýli.

Veðrið í Mars 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir voru fyrstu tvo dagana með frosti og síðan mest Norðaustanáttir framí miðjan mánuð með snjókomu og frosti.Eftir það tóku suðlægar áttir við með þíðviðri í um vikutíma.

Síðan frá 24 Norðan og NA áttir með frosti og snjókomu eða éljum út mánuðinn.

Talsverður snjór var komin á jörðu á láglendi með sköflum um miðjan mánuð,og náði jörð að vera flekkótt í um 7 daga í þíðviðrinu þegar snjór seig talsvert.Síðan bætti mikið á aftur síðustu daga mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Suðvestan kaldi um daginn og þurrt,en A stinningsola eða kaldi um kvöldið snjókomu,frost -1 til -5 stig.

2:Suðvestan stinningskaldi um daginn og skafrenningur,en N og NV kaldi eða stinningskaldi um kvöldið með snjókomu,frost 0 til -3 stig.

3:Norðaustan hvassviðri eða stormur með mikilli snjókomu,frost -2 til -6 stig.

4-13:Norðaustan eða Norðan oftast kaldi eða stinningskaldi og eða allhvass,snjókoma eða él,skafrenningur,frost frá 0 til -5 stig.

14:Austan og SA stinningskaldi eða allhvass,snjókoma um morguninn,skúrir um kvöldið,frost frá -1 stigi uppí +6 stiga hita.

15-19:Mest suðlægar vindáttir kaldi síðan oftast gola,snjókoma um morgunin þann 17 síðan rigning eða súld,+1 til +8 stig.

20:Norðvestan eða breytileg vindátt kul,lítilsháttar rigning og súld,þokuloft,hiti +2 til +3 stig.

21-23:Suðvestan eða suðlæg vindátt,gola eða stinningsgola,skúrir eða slydduél,þurrt þann 23,hiti +1 til +4 stig.

24-27:Norðan og NA kaldi,allhvass þann 26 um tíma,gola þann 27,él eða snjókoma,hiti frá +1 stigi niðri -8 stig.

28:Suðaustan kul eða stinningsgola,snjókoma eftir hádegi og fram á kvöld,frost -2 til -11 stig.

29-31:Norðaustan og N,hvassviðri,allhvass eða stinningskaldi,snjókoma eða él,frost -1 til -7 stig.

 

Úrkoman mældist:84,2 mm. (í mars 2008:94,6 mm).

Úrkomulausir dagar var 1.

Mestur hiti var þann 18:+8,5 stig.

Mest frost var aðfarnótt 28: -11,1 stig.

Jörð alhvít í 24 daga.

Jörð flekkótt 7 daga.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14 þá 57 cm.En oft var snjódýpt á milli 40 og 50 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: -0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var:-3,61 stig.(í mars 2008:-3,09 stig).

Sjóveður:Gott eða sæmilegt dagana 1,og 16 til 19 og 21 til 23 og 27 og 28.Annars slæmt eða ekkert sjóveður vegna hvassviðra eða mikils sjógangs.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
Vefumsjón