Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2013 Prenta

Aðsend grein frá Finnboga Vikar.

Finnbogi Vikar.
Finnbogi Vikar.
Makríll 2013 og tækjakaup

Vonandi verður fljótlega gefinn út kvóti í makríl fyrir árið 2013 af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Þá er ekki úr vegi að minna á að það er almennur vilji til þess að jafnræði verði gætt við úthlutun veiðiheimilda, ekki fáir útvaldir fái ríkulegan arð af þessari syndandi auðlind í lögsögn Íslands.

Fé frá uppboði makríl aflaheimilda til tækjakaupa

Þess vegna vil ég beina því til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og ríkisstjórnar VG og Samfylkingarinnar að gæta jafnræðis við úthlutun veiðiheimilda í makríl og slá tvær flugur í einu höggi. Það má afla peninga til tækjakaupa fyrir Landspítalann og heilbrigðisstofnanir um land allt, sem ríkið hefur ekki lokað vegna fjárskorts, með því að bjóða upp aflaheimildir í makríl á almennum og opnum uppboðsmarkaði fyrir útgerðaraðila, fiskvinnslur og almenning og skilyrða tekjur uppboðsins fyrir veiðiheimildir í makríl 2013 til tækjakaupa á Landspítalanum og heilbrigðisstofnanir um land allt. Þannig mætti fá hugsanlega milljaraða til tækjakaupa og jafnræðis gætt við úthlutun veiðiheimilda í makríl 2013.

Aflinn seldur á fiskmarkaði - rétt markaðsverð fyrir sjómenn

Skylda ætti síðan að selja allan aflan á opnum innlendum fiskmarkaði þar allir hagsmunaaðilar í vinnslu og sölu makríls gætu boðið í aflann, hvort sem er ferskan eða frosinn, unninn eða óunnin við löndun. Það er til að tryggja gegnsæi í sölu aflans og sjómönnum markaðsverð og réttmætan aflahlut í samræmi við raunverulegt aflaverðmæti skip og báta er stunda makrílveiðar.

7 milljarðarðar ef færeyska leiðin yrði innleidd

Verðmætin út úr þessari fjáröflunarleið fyrir Landspítalann eru gríðarlega mikil. Færeyingar buðu t.d. upp hluta af makrílkvóta sínum hjá Fiskmarkaði Færeyja og með heimild í færeyskjum lögum „nr. 74 frá 6.juni 2011 um serstakar treytir fyri makrelfiskiskapi í 2011". Færeysk stjórnvöld fengu um 1 milljarð íslenskra króna fyrir 20 þúsund tonn af markíl. Ef íslensk stjórnvöld myndu bjóða íslenska makrílkvótann myndi það þýða miðað við forsendur úr færeyska uppboðinu rúmlega 7 milljarðar króna fyrir 142 þúsund tonna makrílkvóta íslendinga

5 milljarða gjöf til útgerðarmanna í uppsjávarveiði makríls

Samanlagt almennt og sérstakt veiðigjaldið af makríl mun aðeins skila tæpum 2 milljörðum króna án tillits til lækkunarheimilda samkvæmt lögum um veiðigjöld. Þarna munar meira en 5 milljörðum króna sem er verið að gefa útgerðarfyrirtækinum miðað við uppboðin hjá frændum okkar Færeyingum. Það er óskiljanlegt að íslenskt stjórnvöld og ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi ekki farið sömu leið og færeyskt stjórnvöld. Nýtum makrílinn til að bæta tækjakost Landspítalans og heilbrigðisstofnanna um land allt með því að halda uppboð á íslenska makrílkvótanum árið 2013.

Þessu er hér með beint til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og ríkisstjórnarflokkanna, VG og Samfylkingarinnar.

Virðingarfyllst

Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón