Fleiri fréttir

| sunnudagurinn 17. ágúst 2008 Prenta

Þúsundir komu í Kaffi Norðurfjörð í sumar

Kaffi Norðurfjörður hefur heldur betur slegið í gegn í sumar. Kaffihúsið fer senn í frí til vors, en í tilkynningu frá Eddu Hafsteinsdóttur kemur fram að hátt í þrjú þúsund gestir hafa komið síðan opnað var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Kaffihúsið verður opið fram á miðvikudaginn 20. ágúst frá klukkan 11 til 19 og eru heimamenn og gestir í Árneshreppi eindregið hvattir til að líta við áður en slökkt verður á vöfflujárninu og steikarpönnunni.

Reynslan í sumar sýnir sannarlega að mikil þörf var á veitingaaðstöðu í Norðurfirði, bæði fyrir göngugarpa og annað ferðafólk, og ekki síður heimamenn. Edda þakkar sérstaklega Strandamönnum sem slepptu því að elda og brugðu sér í Norðurfjörð, en aðsóknina í heild segir hún hafa farið langt fram úr björtustu vonum.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
Vefumsjón