Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2009 Prenta

112-dagurinn 2009.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, verður haldinn um allt land í dag 11. febrúar. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilar 112 áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið, ef eitthvað bjátar á. Börnunum er jafnframt bent á að þau geti sjálf gert ýmislegt til að stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þátttöku í starfi sjálfboðaliðasamtaka. Samstarfsaðilar munu heimsækja grunnskóla um allt land og fræða nemendur um neyðarnúmerið og starfsemi sína.

 

Að venju verður skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur á 112-daginn og veitt verða vegleg verðlaun í Eldvarnagetrauninni.  Þessir dagskrárliðir og fleiri verða í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð kl. 15:00 í dag. 

 

Markmið 112-dagsins er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.  Samstarfsaðilar dagsins eru: Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, lögregluembættin, Brunamálastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
Vefumsjón