Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. október 2011 Prenta

350 milljónir til vegaframkvæmda.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.

Bæjarins Besta.
Gert er ráð fyrir 350 milljóna króna hækkun á fjárheimild Vegagerðarinnar til nýrra framkvæmda á Vestfjörðum í frumvarpi til fjáraukalaga, til viðbótar við þau verkefni sem búið er að gera ráð fyrir í samgönguáætlun í landshlutanum. Miðað er við að verkefnin verði valin samkvæmt faglegu mati Vegagerðarinnar og með hliðsjón af því hver verkefnanna eru best til þess fallin að auka atvinnu, bæta öryggi vegfarenda og bæta ástand vegamála á Vestfjörðum almennt. Tillagan er hluti af aðgerðum sem ríkisstjórnin samþykkti þann 5. apríl 2011 til að efla atvinnu og byggð á Vestfjörðum.
Innskot fréttamanns Litlahjalla:Vonandi kemur eitthvað af þessum 350 milljónum í þessa óvegi í Árneshreppi sem er einn af mestu ferðamannastöðum Vestfjarða.
Þetta kemur fram á www.bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón