Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. júlí 2009 Prenta

3G netsamband og 3G farsímasamband komið á í Árneshreppi.

3G netlykill.
3G netlykill.
1 af 2
Fyrrir stuttu síðan var sett upp fjarskiptabúnaður í fjarskiptastöðinni í Reykjaneshyrnu í Litlu-Ávík Trékyllisvík.

Nú eru heimili og stofnanir að taka þessa þjónustu upp sem kemur í stað ISDN og ISDN+.

Þetta er háhraðatenging sem kallast 3G,og eru nú heimili og stofnanir á fullu að fá sér 3G netlykla sem sett er með USB tengingu í tölvurnar.

Um þrjá möguleika er að ræða það er:

Netlykill 1: 2 GB með hraða allt að 1,5 Mbit/sek.

Netlykill 2: 7 GB með hraða allt að 3,0 Mbit/sek.

Netlykill 3: 15 GB með hraða allt að 5,0 Mbit/sek.

Fólk tekur yfirleytt netlykil nr eitt eða tvö sem er mjög algengt.

Ekki er búið að setja upp fjarskiptabúnaðinn á fjarskiptastöðinni við Kjörvog sem þýðir að Djúpavík er ekki komin með þessa þjónustu enn.

Enn allir aðrir bæir sem eru í fastri byggð í Árneshreppi eru og geta fengið þessa þjónustu frá Símanum.

Þetta gildir líka með 3G síma frá Simanum að þeyr sem eru með 3G síma frá Símanum ná nánast allsstaðar í hreppnum.

Frá Vodafone næst yfirleitt ekki með 3G síma.

Það má því segja að Siminn sé búin að standa að hluta til vegna samnings við fjarskiptasjóð sem gerður var í vetur fyrir landsbyggðina og þar með Árneshrepp með háhraðatengingu.

Enn á Síminn samt eftir að setja upp þennan 3G búnað í fjarskiptsöðina við Kjörvog sem myndi þjóna Kjörvogi og Djúpavík ekki má skilja eina Hótel okkar í Árneshreppi eftir.

 

Þetta er sennilega ein mesta bylting í símamálum og tölvumálum í Árneshreppi síðan gamli sveitasíminn var lagður hér um sveitir á sínum tíma.

 

Aðeins frá vefstjóra Litlahjalla Jóni G Guðjónssyni:

Ég er sko í skýjunum með þessa háhraðatengingu frá Símanum,allt annað er að taka á móti myndum nú sem sendar eru vefnum í mikilli upplausn sem dæmi mynd sem er í 4000x3000 pixels sem tók margar mínútur og jafnvel um 20 mínútur áður,koma nú inn á svipstundu.

Já margt höfum við dreifbýlismenn þurft að þola í þessari þjónustu sem annarri, nú við þessa breytingu á allur netkosnaður að lækka verulega og í pakka nr 2 er gagnamagn sem er innifalið 7GB og er það mikil breyting frá ISDN.

Ég vona svo sannarlega að nú séum við að verða með góða þjónustu eins og best verður á kosið  jafnt á við höfuðborgarsvæðið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
Vefumsjón