Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2010 Prenta

Aðsend grein frá Jóni G Guðjónssyni.

Unnið í vegagerð í Árneshreppi.
Unnið í vegagerð í Árneshreppi.
Hugleiðing um veginn norður í Árneshrepp.

Á dögunum fór ég suður til Reykjavíkur héðan úr Árneshreppi það er svo sem ekkert í frásögur færandi,enn var þó á leiðinni að hugsa um hverslags vegi við þurfum að búa við hér norðurfrá.

-Keyrt var um Kjörvogshlíð til Reykjarfarðar um Djúpavík yfir Veiðileysuháls um veginn sem liggur um eyðibilin Byrgisvík og Kolbeinsvík til Kaldbaksvíkur,um Kaldbaksvíkurkleyf.

Þetta var hryllileg keyrsla þessi leið,vegurinn  svo holóttur að maður hélst sér fast í stýrið til að tolla í sætinu,þótt Vegagerðin myndi hefla þessa leið myndi það varla skipta máli,því hvað á að hefla þegar ofaníburðinn vantar.

Svo þegar komið er suður fyrir Kaldbaksvíkurkleyf er loks komið á veg sem er búið að byggja upp allt til Bjarnarfjarðar,þótt um malarveg sé um að ræða,og það svona sæmilegur vegur miðað við malarveg.

Enn Bjarnafjörðurinn sjálfur og Bjarnarfjarðarháls er ömurlegur vegur þótt ekki meira sé sagt,allt niður hálsinn Steingrímsfjarðarmegin að vegamótunum Drangsnes-Hólmavík,síðan kemur smá spotti malbikaður fram hjá Bassastöðum að Selá,síðan ómalbikað að Staðará,þar sem eru vegamót Steingrímsfjarðarheiði í vestri og til Hólmavíkur í suðri.

Hluta vegarins í Bjarnarfirði er búið að byggja upp en það á að skipta um brú yfir Bjarnarfjarðarbrú og breyta staðsetningu vegarins í botni Bjarnarfjarðar að Bjarnarfjarðarhálsi,og er það tilbúið á teikniborðinu og átti að bjóða út árið 2008 en þá skall bankahrunið á.
Greinina í heild má sjá hér til vinstri á síðunni undir Aðsendar greinar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
Vefumsjón