Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. desember 2007 Prenta

Aðventuhátíð kórs Átthagafélgssins.

Kór Átthagafélagssins.
Kór Átthagafélagssins.
1 af 3
Aðventuhátíð kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 9. desember í Bústaðakirkju og hefst kl :16.30.
Þar mun stjórna Krisztina Szklenár söng kórsins,og einnig mun barnakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage.
Hugvekju flytur Kristín Árnadóttir skólastjóri og djákni á Borðeyri.
Með kórnum leika,
Hjörleifur Valsson á fiðlu
Magnea Árnadóttir á flautu og Bryndís Björgvinsdóttir á selló.
Aðventuhátíðinni líkur svo með hinu margrómaða kaffihlaðborði kórsins og það er innifalið í miðaverði.
Miðaverð er kr.2.000 fyrir fullorðna,enn frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.
Það er von kórsins að flestir hafi tök á að koma og eiga með okkur góða stund.
Ánægjulegt er að vita að mörgum,Strandamönnum þykir aðventuhátíðin ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna.
Það má geta þess að kór Átthagafélags Strandamanna verður 50 ár á næsta ári.
Hér með eru myndir af kórnum og af Bústaðakirkju en þær myndir sendi séra Pálmi Mattíasson vefnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
Vefumsjón