Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júlí 2012 Prenta

Ætti ekki að verða vatnsskortur lengur.

Ávíkuráarfoss hefur varla sést í sumar.
Ávíkuráarfoss hefur varla sést í sumar.
Eftir nokkra rigningardaga nú í júlímánuði er vatn farið að síast neðri jarðveginn og í gegnum malarefni sem hreinsar vatnið áður enn það fer í safntunnur sem fer síðan í birgðatank. Í Litlu-Ávík var alveg vatnslaust frá 5 júní og fram til 8 júlí eða í rúman mánuð,eftir það hefur verið hægt að nota svolítið neysluvatn en ekki er það nóg til þvotta enn. Á Gjögri hefur einnig verið vatnslaust eða mjög lítið vatn í sumarhúsum þar. Það er alveg furðulegt að sjá hvað jörðin hefur verið orðin þurr eftir rigningu nú um helgina sjást ekki pollar nema á vegum og það kemur ekkert í lækjarfarvegi ennþá,jörðin drekkur allt í sig. Eldri menn muna ekki eftir svona þurrkum svo lengi,mýrar sem rétt er hægt að ganga í stígvélum á sumrin eru svo þurrar að gúmmískór blotna ekki á sólunum.  Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er úrkoman orðin í júlí um 30 mm. Einhverri úrkomu er spáð áfram og þegar kemur fram í ágúst ætti úrkoman að aukast samkvæmt venju.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
Vefumsjón