Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. ágúst 2013 Prenta

Ágætis sumar á Valgeirsstöðum í sumar.

Olga Zoega skálavörður í grillhúsinu.
Olga Zoega skálavörður í grillhúsinu.
1 af 2
Talsvert hefur verið um að vera í húsi Ferðafélags Íslands Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar. „Að sögn Olgu Zoega skálavarðar á Valgeirsstöðum hefur þetta bara verið ágætt í sumar og örugglega meira enn síðastliðið sumar. Tjaldstæðið er vinsælt og felli og hjólhýsaeigendur nota mikið rafmagnstenglana sem eru við tjaldstæðin,en sumarið 2010 voru settir upp tenglar á tjaldstæðin. Fólk notar rafmagnið til að kynda húsin,hlaða rafgeyma og farsíma,segir Olga.“
Hús FÍ í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu standi. Það stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru. Fjölmargar spennandi gönguleiðir um stórbrotið land eru í nágrenninu. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir, s.s. yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. Ekki má gleyma töfraheimi fjörunnar. Þar er að sjá tröllasmíð eins og Tröllahlaða og Bergið. Einnig er þar Gvendarsæti sem Guðmundur góði biskup sat í er hann vígði Urðirnar í Norðurfirði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
Vefumsjón