Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 17. október 2010 Prenta

Ákvörðun PFS vegna póstþjónustu í Æðey og Vigur.

Æðey mynd © Mats.
Æðey mynd © Mats.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 29/2010 um póstþjónustu í Æðey og Vigur. Í ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti bæri ekki skylda til að greiða ábúendum sérstaklega fyrir að nálgast sinn eigin póst. Vísað var m.a. til 16 . gr. reglugerðar um alþjónustu nr. 364/2003 er fjallar um staðsetningu bréfakassa. Þá var einnig horft til þess að íbúar fá samgöngustyrk frá Vegagerðinni til að sækja sér vörur og þjónustu eftir hentugleika. Taldi PFS að það ætti að vera viðurhlutalítið fyrir ábúendur að nálgast póstsendingar sem til þeirra berast í tengslum við þær ferðir sem íbúar teldu nauðsynlegar vegna búsetu á eyjunum.
Segir í fréttatilkynningu frá PFS.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
Vefumsjón