Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2012 Prenta

Ályktun stjórnar FV um samgönguáætlun 2011-2022.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.

"Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi þingsályktun um samgönguáætlun 2011-2022, samþykkt á fundi stjórnar 20. febrúar 2012.

Fjórðungssamband Vestfirðinga lýsir ánægju með þær yfirlýsingar ráðamanna að ástand samgöngumála í fjórðungnum kalli á verulegar úrbætur umfram aðra landshluta. Vestfirðir eru nú eini landshlutinn sem ekki hefur fengið nútímalegar vegabætur á milli helstu þéttbýlisstaða eða til að tengja öll byggðarlög aðalþjóðvegakerfi landsins. Ný samgönguáætlun, sem ástæða er til að fagna að loks hafi verið lögð fram, verður að taka mið af þessari staðreynd, ef stjórnvöld vilja uppfylla markmið um greiðar samgöngur og jafnræði þegna landsins. Með því að verkefnin á Vestfjörðum verði sett í forgang í samgönguáætlun má best tryggja að orðum um forgang Vestfjarða í samgöngumálum fylgi efndir.

 

Af þessari ástæðu hvetur Fjórðungssamband Vestfirðinga þingmenn til að, annarsvegar að standa fast að áætlunum um að klára vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu, og hinsvegar að flýta mikilvægum framkvæmdum í samgöngumálum Vestfjarða, til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir. Þar er mikilvægast að tengja Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu og að tengja Árneshrepp við þjóðvegakerfi Strandasýslu. Dýrafjarðargöng og vegur um Dynjandisheiði hafa verið færð aftast í samgönguáætlun til áranna 2019-2022. Hið sama gildir um nýframkvæmdir á Veiðileysuhálsi sem áætlaðar eru á árabilinu 2019-2022 og Bjarnafjarðarhálsi á árabilinu 2015-2018, á leiðinni frá Steingrímsfirði og norður í Árneshrepp. Þessar framkvæmdir verða að færast framar í röðinni, til að hægt sé að spyrna við fótum gegn óhagstæðri byggðaþróun eða jafnvel falli byggða á svæðinu. Tvöfalda þarf framlög til vegamála á Vestfjörðum á tímabilinu 2013-2018, til að það verði að veruleika. Þá fyrst verður hægt að tala um að Vestfirðir njóti einhverskonar forgangs á næstu árum.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga hvetur Alþingi Íslendinga til að taka samgönguáætlun til gagngerrar skoðunar og færa fram þær mikilvægu úrbætur sem Vestfirðingar hafa beðið eftir um langt árabil. Þetta þarf að fjármagna á næstu 5-7 árum til að uppfylla markmið um jafnræði allra þegna landsins. Vestfirðingar horfa til samgönguyfirvalda og Alþingis um liðsinni í þessu mikilsverða máli fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum."

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Úr sal Gestir.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón