Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. júní 2017 Prenta

Arfleifð Árneshrepps - næstu skref og framtíðin.

Hvalá.
Hvalá.

Málþing í Félagsheimilinu í Trékyllisvík 24.- 25.júní.
Helgina 24. til 25. júní næstkomandi verður efnt til málþings um framtíð Árneshrepps í tilefni af áformum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Málþingið stendur frá kl. 13 - 18 laugardaginn 24. júní og frá kl. 12.30 - 16 sunnudaginn 25. júní, í félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Markmið málþingsins er að skapa rými til opinnar og faglegrar umræðu um
virkjunaráform á svæðinu. Skipulagshópur málþingsins, sem samanstendur af íbúum og velunnurum Árneshrepps, telur að þær forsendur sem lágu til grundvallar samþykktar Hvalárvirkjunar í aðalskipulagi Árneshrepps árið 2014 kalli á endurskoðun þar sem margt hafi breyst. Því... sé nauðsynlegt að efna til gagngerrar og víðsýnnar umræðu og skoða betur þá kosti eða galla sem virkjun hefur í för með sér fyrir Árneshrepp, samfélagið og framtíðarmöguleika svæðisins.

Takmörkuð opinber og lýðræðisleg umræða hefur farið fram um málið og telur skipulagshópurinn nauðsynlegt að slík umræða fari fram áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar í sveitarstjórn Árneshrepps.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
Vefumsjón