Árneshreppsbúar geta orðið horft á stafrænt sjónvarp.
Nú geta Árneshreppsbúar horft á stafrænt sjónvarp eftir að Vodafone dreifingarfyrirtæki RÚV setti upp móttökusenda á fjarskiptamastrið í Reykjaneshyrnu við svonefnt Reiðholt ,í septemberlok. Nú er gamla og nýja kerfið bæði í notkun,en gamla kerfinu fyrir túbusjónvörpin verða lokað um mánaðarmótin janúar- febrúar 2015. Áður var móttökumastur á Krossnesi fyrir eldra kerfið,VHV sem dettur út í byrjun næsta árs eins og áður sagði. Fyrir nýja stafrænakerfið þarf loftnet sem er UHF. Nú eru margir hreppsbúar að skipta yfir úr gömlu tækjunum í hið nýja stafrænakerfi með flatskjátækjum,margir voru reindar búnir að fá sér slík tæki,þótt bara gamla kerfið væri. Margir geta horft á með inniloftnetum sem eru beint í sjónlínu við fjarskiptamastrið með hinu stafræna kerfi. Einnig er hægt að ná Stöð 2. Um dreifikerfi RÚV- Vodafone.