Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2009
Prenta
Árneshreppur nýtir útsvarsprósentuna að fullu.
"Að sögn oddvita Árneshrepps Oddnýjar Þórðardóttur mun sveitarfélagið fullnýta útsvarsprósentuna fyrir árið 2009.
Útsvarsprósenta fyrir 2009 er 13,28%, fasteignaskattsprósenta í A-flokki 0,625%, í B-flokki 0,88% og í C-flokki 1,32%.
Að sögn Oddnýjar er fasteignaskattsprósentan sú sama og í fyrra.
Meðal þess sem sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga er að gildandi reglur um útreikning á tekjujöfnunarframlagi og útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðast við að sveitarfélag fullnýti tekjustofna sína,segir Oddný ennfremur".
Einnig skal minnt á að í reglum jöfnunarsjóðs nr. 526/2008 um úthlutun aukaframlags til sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun vegna þróunar í rekstrarumhverfi og erfiðra ytri aðstæðna, er tekið fram að einungis þau sveitarfélög sem fullnýta útsvarsheimild fái framlag, enda mælist þau með þörf fyrir slíkt framlag.
Útsvarsprósenta fyrir 2009 er 13,28%, fasteignaskattsprósenta í A-flokki 0,625%, í B-flokki 0,88% og í C-flokki 1,32%.
Að sögn Oddnýjar er fasteignaskattsprósentan sú sama og í fyrra.
Meðal þess sem sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga er að gildandi reglur um útreikning á tekjujöfnunarframlagi og útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðast við að sveitarfélag fullnýti tekjustofna sína,segir Oddný ennfremur".
Einnig skal minnt á að í reglum jöfnunarsjóðs nr. 526/2008 um úthlutun aukaframlags til sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun vegna þróunar í rekstrarumhverfi og erfiðra ytri aðstæðna, er tekið fram að einungis þau sveitarfélög sem fullnýta útsvarsheimild fái framlag, enda mælist þau með þörf fyrir slíkt framlag.