Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2015 Prenta

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Merki Félags Árneshreppsbú.
Merki Félags Árneshreppsbú.
1 af 2

Hin sígilda og sívinsæla árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldin í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðsbrekku 27 í Kópavogi á laugardaginn. Enn er mögulegt að fá miða í matinn og taka þátt í skemmtilegri kvöldstund í góðra vina hópi. Miðaverð í mat og á dansleik er 8.500. Okkar ástkæri formaður, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, flautar til leiks klukkan 19.

Ragnar og Guðbrandur Torfasynir sjá um veislustjórn og fjöldasöng.

Sólveig Samúelsdóttir ættuð frá Steinstúni syngur.

Hinn eini sanni Magnús Kjartansson leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Stefaníu Svavarsdóttur.

Glæsilegur matseðill sem m.a. inniheldur graflax, myntugrafinn ærvöðva, ferskt rækjusalta, hvítlaukslegna lambamjaðmasteik og innbakað lambalæri kitlar bragðlaukana.

Síðar um kvöldið verður salurinn opnaður fyrir dansleik. Miðaverð á hann er 2.500 kr og selst sá aðangur við dyrnar.

Áhugasamir geta nálgast aðgöngumiða á árshátíðina hjá stjórnamönnum Félags Árneshreppsbúa:

Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, gsm 8982441
Unnur Pálína Guðmundsdóttir frá Munaðarnesi, gsm 8499552
Guðrún Gunnsteinsdóttir frá Bergistanga, gsm 6949700
Sigríður Halla Lýðsdóttir frá Djúpavík, gsm 8643785,
Ívar Benediktsson frá Gjögri, gsm 6691300
Böðvar Guðmundsson frá Ófeigsfirði, gms 8994024, bodvarg@simnet.is
Guðbrandur Torfason frá Finnbogastöðum, gsm 8918535
Jensína Guðrún Hjaltadóttir frá Bæ, gsm 8208705

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? Sjáumst í fjörinu í Auðbrekku á laugardaginn. Segir í tilkynningu frá skemmtinefnd félags Árneshreppsbúa í Reykjavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Vefumsjón