Atburðadagskrá hjá Sauðfjársetrinu á Sævangi.
Sauðfjársetrið á Sævangi kynnir dagskrá.
Við hjá Sauðfjársetrinu erum stolt af því að kynna atburðadagskrána okkar fyrir árið 2009. Þrátt fyrir krepputal, kaupmáttarrýrnun og fleira í þeim dúr höfum við ákveðið að blása til sóknar og halda fleiri og fjölbreyttari atburði en nokkru sinni fyrr. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan.
Athugið að mögulegt er að dagsetningar og annað breytist - þó það sé auðvitað ólíklegt! Mun líklegra er að viðburðir bætist á listann. Ef þú vilt frekari upplýsingar um atburðina eða koma athugasemdum á framfæri skaltu ekki hika við að hafa samband í tölvupósti eða hringja í s. 661-2009.
Febrúar 2009 | |
---|---|
6. fös. |
Spilavist í Sævangi - kvöld I Gamla vetrarstemmningin í Sævangi endurvakin með þriggja kvölda spilavist. Hefst kl. 20:00. Verðlaun í boði hvert kvöld og vegleg verðlaun fyrir heildarsigur. |
13. fös. |
Spilavist í Sævangi - kvöld II Annað spilakvöldið í Sævangi, hefst kl. 20:00. Sigur- og skammarverðlaun í boði hvert kvöld og vegleg verðlaun fyrir heildarsigur. |
20. fös. |
Spilavist í Sævangi - kvöld III Síðasta spilakvöldið í Sævangi, hefst kl. 20:00. Sigur- og skammarverðlaun í boði hvert kvöld og vegleg verðlaun veitt á lokakvöldinu fyrir heildarsigur. |
Mars 2009 | |
15. sun. |
Spurningakeppni Strandamanna - 16 liða úrslit Hin stórskemmtilega Spurningakeppni Strandamanna hefst í félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:00. Átta lið keppa, en aðeins fjögur komast áfram í átta liða úrslit. |
29. sun. |
Spurningakeppni Strandamanna - 16 liða úrslit Annað keppniskvöldið í Spurningakeppni Strandamanna í félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst kl. 20:00. Aftur keppa átta lið, en aðeins fjögur komast áfram í átta liða úrslit. |
Apríl 2009 | |
5. sun. |
Spurningakeppni Strandamanna - 8 liða úrslit Átta liða úrslit í Spurningakeppni Strandamanna. Hefst kl. 20:00 í félagsheimilinu á Hólmavík. Átta lið keppast um að komast á lokakvöldið. |
19. sun. |
Spurningakeppni Strandamanna - úrslitakvöld Lokakvöldið í Spurningakeppni Strandamanna í félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:00. Fjögur lið keppa um Viskubikarinn í æsispennandi keppni. Vegleg verðlaun í boði fyrir sigurliðið. |
Júní 2009 | |
1. |
Sauðfé í sögu þjóðar |
7. sun. |
Sjómannadagskaffi í Kaffi Kind Sauðfjársetrið býður upp á veglegt kaffihlaðborð í Sævangi í tilefni sjómannadagsins. Hlaðborðið hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 18:00. |
17. |
Þjóðhátíðarhlaðborð í Kaffi Kind |
21. sun. |
Sumarsólstöðuganga og kaffihlaðborð Gönguferð fyrir alla fjölskylduna á lengsta degi ársins í samvinnu Ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli og Sauðfjárseturs á Ströndum. Gengið verður um Kirkjubólshring undir leiðsögn Jóns Jónssonar á Kirkjubóli. Kaffihlaðborð fyrir göngugarpar í Kaffi Kind að göngu lokinni. Farið af stað frá hlaðinu á Kirkjubóli kl. 14:00. |
28. sun. |
Fjörudagur á Sauðfjársetrinu Fjörudagur í samvinnu Ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli og Sauðfjárseturs á Ströndum. Fjölskyldudagur þar sem lífríki fjörunnar er skoðað, kíkt á hreiður hjá teistunni, slegist við kríuna og kellingum fleytt í skemmtilegri gönguferð. Kaffihlaðborð í Kaffi Kind eftir fjöruröltið. Hefst kl. 14:00. |
Júlí 2009 | |
5. sun. |
Furðuleikar á Ströndum - stórhátíð - Óvenjuleg íþróttahátíð fyrir alla fjölskylduna í Sævangi þar sem fólk skemmtir sér saman og spreytir sig á ýmsum furðugreinum. Klassískar keppnisgreinar eru t.d. öskur, kvennahlaup, girðingarstaurakast og trjónufótbolti. Fjörið hefst kl. 13:00. Veglegt kaffihlaðborð í Kaffi Kind í Sævangi frá kl. 13:00-18:00. |
12. sun. |
Íslenski safnadagurinn Ókeypis aðgangur á sýningu Sauðfjársetursins, Sauðfé í sögu þjóðar. Kleinukaffi og lifandi leiðsögn um safnið allan daginn frá 10:00-18:00. Tekið á móti safnmunum til varðveislu og ljósmyndum til skönnunar. |
19. |
Kraftar í kögglum |
Ágúst 2008 | |
10. |
Dráttarvéladagur og töðugjöld |
22. lau. |
Íslandsmeistaramót í hrútadómum - stórhátíð - Íslandsmeistaramót í hrútadómum við Sævang. Vanir og óvanir hrútaþuklarar spreyta sig á að raða vænum Strandahrútum í rétta röð eftir gæðum og sigurvegararnir fá vegleg verðlaun. Ýmis skemmtiatriði og óstjórnlegt fjör. Hefst kl. 14:00, kaffihlaðborð í Kaffi Kind frá 14:00-18:00. |
22. lau. |
Bændahátíð og Þuklaraball - stórhátíð - Stórhátíð í Félagsheimilinu á Hólmavík að kvöldi hrútadómadagsins. Matur, drykkur, skemmtiatriði, glens, grín og dans. Á Þuklaraballinu verður dansinn stiginn fram á rauða nótt. Hefst kl. 20:00 og stendur þar til síðasti maður gefst upp á dansinum! |