Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2008 Prenta

Athyglisverð rannsókn á hegðun ferðamanna.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Föstudaginn 28.nóv var lokaskýrsla ransóknarinnar "Ferðamenn á Vestfjörðum sumarið 2008" kynnt en í henni er að finna niðurstöður rannsóknar á hegður ferðamanna á Vestfjörðum, sem unnin var sumarið 2008.


 

Hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða?
"Niðurstöður þessarar könnunar sýna að þeir ferðamenn sem komu til Vestfjarða sumarið

2008 eru fyrst og fremst náttúruunnendur sem sækja í frið og ró og eru almennt meðvitaðir

um umhverfismál. Samanburður við erlenda ferðamenn í Reykjavík sýnir að

"náttúruferðamenn" eru líklega afgerandi hópur meðal erlendra ferðamanna um allt land,

ekki einungis á Vestfjörðum. Nær allir erlendu ferðamennirnir sem talað var við bæði í

Reykjavík og á Vestfjörðum höfðu mikinn áhuga á náttúru og umhverfismálum, það sem

greindi ferðamennina á Vestfjörðum og í Reykjavík að var kannski fyrst og fremst meiri áhugi

á fuglaskoðun og ljósmyndun hjá þeim ferðamönnum sem sóttu Vestfirði heim."Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

Var upplifun í samræmi við væntingar?
"Niðurstöður þessarar könnunar sýna að aðgengi að upplýsingum fyrir ferðina hefur

mikil áhrif á hvort upplifun er í samræmi við væntingar og það hve auðvelt

ferðamönnunum fannst að nálgast upplýsingar á svæðinu hefur nokkur áhrif. Ekki kom

fram marktækt samband við þá tegund upplýsingaveitu sem ferðamaðurinn nýtti sér

mest."Hellstu niðurstöður að mati greinarhöfundar:

 • Flestir erlendir ferðamann voru þjóðverjar eða 27,1%
 • Hátt menntunarstig erlendra ferðamanna, en rúmlega helmingur var með framhaldsmenntun frá háskóla
 • Um 33% erlendra ferðamanna hafa komið áður til Íslands (sem afsannar algenga fullyrðingu um að erlendir ferðamenn á Vestfjörðum, séu að koma til landsins í annað sinn)
 • Langflestir svarendur nefndu náttúruna sem helstu ástæðu fyrir heimsókn til Vestfjarða eða 57,5%. Því næst kemur útivistin sem 49,5% svarenda nefna og svo hvíld og afslöppun sem 48,9% nefna. Aðrir valmöguleikar voru sjaldnar nefndir.
 • Flestir ferðamenn voru 2-4 daga á Vestfjörðum

 • Gönguferðir eru vinsælasta afþreying ferðamanna á Vestfjörðum, um 70% erlendra ferðamanna fara annað hvort í stutta eða langa gönguferð eða bæði.

 • Erlendir ferðamenn sýndu fuglaskoðun sérstakan áhuga, en 63% þeirra sögðust hafa áhuga á þeim.

 


Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef RANNSÓKNA- OG FRÆÐASETUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á VESTFJÖRÐUM

Ánægja ferðamanna?
"Niðurstöðurnar sýna að ferðamenn sem komu til Vestfjarða til að njóta hvíldar og

afslöppunar og/eða útivistar voru líklegri en aðrir til að mæla með Vestfjörðum sem

áfangastað. Þá hafði það hvort upplifun var í samræmi við væntingar sterk áhrif á líkur

þess að ferðamaðurinn hygðist mæla með Vestfjörðum. Ekki fundust tengsl á milli

einkunnagjafar á einstökum þjónustuþáttum og ánægju ferðamannanna."

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

 • Frá brunanum.
 • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
 • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
 • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
 • Hræran losuð.06-09-08.
Vefumsjón