Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2010
Prenta
Átta þjóðfundir í öllum landshlutum.
Á vefsíðu forsætisráðuneytisins er sagt frá því að haldnir verði átta „þjóðfundir" í öllum landshlutum á tímabilinu 30. janúar til 20. mars. Fundirnir eru hluti af sóknaráætlun 20/20 þar sem ætlað er að ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag sem skili okkur til móts við bjartari og betri tíma eins hratt og örugglega eins og kostur er. Þar munu koma saman fulltrúar landshlutanna, sérfræðingar og fulltrúar hagsmunaaðila ásamt jafnmörgum einstaklingum úr röðum heimamanna sem valdir verða með úrtaki úr þjóðskrá líkt og gert var fyrir Þjóðfundinn í Laugardalshöll yfir landið í heild. Búist er við 100 til 200 manns á hvern fund í landshlutunum.
Sjá nánar á vef Forsætisráðuneytisins.
Sjá nánar á vef Forsætisráðuneytisins.