Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2009 Prenta

Aukið vægi landshlutasamtaka í stjórnsýslunni.

Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Út er komin skýrslastarfshóps um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga.  Það er ánægjulegt að starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga sé mikilvæg , ekki síst í því samhengi að efla byggðþróun og samþætta opinberar áætlanir og stefnur. 

Á vef Samgöngurráðuneytis segir siðan um efni skýrslunnar, 

Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði í nóvember 2008 um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga hefur skilað skýrslu. Meðal niðurstaðna hópsins er að nauðsynlegt sé að efla byggðaþróun í landinu og samþætta opinberar áætlanir og stefnur.

Í starfi sínu lagði hópurinn áherslu á að greina stöðu og hlutverk landshlutasamtakanna og skoðað var um leið annað svæðisbundið samstarf meðal annars til að meta hvort þörf væri á að samþætta það betur við samstarf sveitarfélaga, gera það skilvirkara og nýta fjármuni betur.

Í inngangi skýrslunnar segir starfshópurinn meðal annars svo um niðurstöður sínar:

,,Það er einróma álit starfshópsins að þörf sé á að efla byggðaþróun í landinu og samþætta opinberar áætlanir og stefnur. Þetta er mikilvægt til þess að ná tilætluðum árangri, auka skilvirkni, nýta betur fjármuni og til að fyrirbyggja óþarfa ágreining. Starfshópurinn er sammála um að landshlutasamtök sveitarfélaga séu vel til þess fallin að taka að sér það samþættingarhlutverk, hvert á sínu svæði.

Þá kemur fram í innganginum að ríkisstjórnin hafi boðað til víðtæks samráðs um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta og að stýrihópur hafi þegar tekið til starfa. Markmið hans sé að kalla fram sameiginlega framtíðarsýn og að samþættar verði áætlanir í samgöngumálum, fjarskipamálum, ferðamálum og byggðaáætlanir auk áætlana um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Hlutverk þessa starfshóps samgönguráðherra hafi því talsverðan snertiflöt við starf stýrihóps forsætisráðuneytisins.

Í starfshópinn voru skipuð Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður, fulltrúi samgönguráðherra, Aðalbjörn Björnsson, fulltrúi samgönguráðherra, Dofri Hermannsson, fulltrúi iðnaðarráðherra, Sigríður Finsen, fulltrúi landshlutasamtaka sveitarfélaga og Valgarður Hilmarsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gerður var samningur við ráðgjafarfyrirtækið Stjórnhætti ehf um að Hólmfríður, sem þar starfar sem stjórnsýslufræðingur, sinnti samhliða formennsku sérfræðilegri ráðgjöf og hefði umsjón með vinnu við greinargerð starfshópsins. Auk þess vann Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur á skrifstofu sveitarstjórnamála með hópnum.
Anna Guðrún Edvardsdóttir,formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga mun svara um efni skýrslunnar í síma:8640332.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
Vefumsjón