Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2009 Prenta

Bæjarins Besta 25 ára á morgun.

Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson stofnendur Bæjarins Besta með fyrsta prufueintakið úr offset fjölritara blaðsins.Myndin er tekin í október 1984.Mynd BB.ís
Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson stofnendur Bæjarins Besta með fyrsta prufueintakið úr offset fjölritara blaðsins.Myndin er tekin í október 1984.Mynd BB.ís
1 af 2
Blaðútgáfa Bæjarins Besta fagnar á morgun aldarfjórðungsafmæli sínu.

Af tilefni afmælisins kom út veglegt sextíu og fjögurra síðna afmælisblað sem dreift var frítt á öll heimili á útbreiðslusvæði blaðsins í gær.

Fyrsta eintakið rann út úr prentvélinni árla morguns 14.nóvember 1984.

Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á blaðinu og starfsumhverfi þess frá því að fyrsta eintakið kom úr prentvélinni.

Og frá því að netútgáfa BB fór í loftið með fréttir úr öllum fjórðungum Vestfjarða,er vefútgáfan meðal fjöllesnustu netmiðla landsins.

 
Stofnendur Bæjarins Besta voru þeyr félagar Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson,og eru þeir enn eigendur og vinna við blað og netútgáfu.Halldór kom reyndar inn ári seinna eða 1985.

Sigurjón J Sigurðsson er ritstjóri blaðs og netútgáfu.

Ábyrgðamenn blaðsins og netútgáfu eru Sigurjón J Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson og hann er einnig ljósmyndari.

H-Prent ehf gefur blaðið út enn það er fyrirtæki sem þeir Sigurjón og Halldór stofnuðu 1985 um fyrirtækið þegar Halldór kom inn.

 Vefútgáfa blaðsins - bb.is,fór í loftið 4. janúar árið 2000 og fagnar því tíu ára afmæli í janúar næstkomandi.Vefútgáfan var síðan endurbætt í ársbyrjun 2002.

Þess má geta að bb.is stofnaði síðu á samskiptavefjunum Twitter og Facebook  þann 5 nóvember síðastliðinn.

 

Vefstjóri Litlahjalla vill óska og senda,eigendum Bæjarins Besta og öllu starfsfólki innilegar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga og þakkar um leið fyrir gott samstarf.

Vefsíða Bæjarins Besta er www.bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
Vefumsjón