Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. mars 2010
Prenta
Bændur í snoðklippingu.
Nú eru bændur hér í Árneshreppi að rýja (klippa) féð seinni klippingu eða vetrarrúning,þar sem snoðið er klippt.
Lítil ull kemur af hverri kind.Aðalklipping á fénu var í haust um leið og fé var tekið inn á gjöf.
Bændur hafa rúið sitt fé sjálfir hér í Árneshreppi,heldur enn að kaupa vinnu við það.
Elsti bóndinn hér í sveit sem rýir fé sitt sjálfur og hjálpar jafnvel öðrum við rúning er Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík sem er tæplega sjötugu og tveggja ára.