Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júlí 2010 Prenta

Bergistangi komin með nýja gistiaðstöðu í Gamla Kjötfrystihúsinu.

Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason í eldhúsinu eða borðstofunni.
Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason í eldhúsinu eða borðstofunni.
1 af 3
Hjónin Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason á Bergistanga við Norðurfjörð hafa nú opnað nýja gistiaðstöðu í Gamla Kjötfrystihúsinu.

Þau innréttuðu gistiaðstöðuna í Gamla Kjötfrystihúsinu í Norðurfirði sem var í notkun sem slíkt fram til ársins 1992,í þeim hluta sem frystiklefarnir þrír voru er nú svefnaðstaðan,í þeim hluta sem vélasalurinn var er nú borðsalurinn og eldunaraðstaðan

Þetta er heillandi gistimöguleiki í Norðurfirði.

Boðið er upp á svefnpokapláss í kojum í þremur herbergjum,svefnrími er fyrir allt að 28 manns.

Einnig er góð eldunaraðstaða með borðsal.

Eins eru þau með aðstöðu sem fyrr heima á Bergistanga út við svonefnt Berg,í tveim herbergjum með þrjú svefnstæði hvort.

Boðið er upp á bæði svefnpokagistingu og uppábúin rúm.

Bókanir eru hjá Margréti og Gunnsteini í símum:4514003 eða 8425779.

Eða á netfanginu gunnsteinn@simnet.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Einingarnar hífðar úr gámunum.14-10-08.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Lítið eftir.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
Vefumsjón