Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. júní 2015 Prenta

Bílar keyrðu á rollu og lömb.

Það var ljót sjón að sjá á vettfangi.Mynd Þorsteinn Guðmundsson.
Það var ljót sjón að sjá á vettfangi.Mynd Þorsteinn Guðmundsson.

Það getur alltaf ske að bílstjórar lendi í því að keyra á fé, og stundum ekkert hægt að ráða við það,en að tveir bílar keyri á sömu rolluna og lömbin hennar tvö er nú svolítið sérstakt. Þetta byrjaði með því að bístjóri lenti í því að keyra á rollu á veginum við svonefnda Kolgrafavík sem er á milli eyðibýlisins Sróru-Ávík og Finnbogastaða í Árneshreppi. Sá bílstjóri fór að Finnbogastöðum að láta vita af óhappinu og fá hjálp við að aflífa rolluna, því hann taldi hana ekki alveg dauða. Þorsteinn Guðmundsson bóndi fer með honum að athuga málið, enn þegar þeyr koma á vettfang er annar bíll búin að keyra á rolluna og rollan hefur dregist með þeim bíl um 20 til 30 metra, og einnig hafði sá bíll keyrt á lömbin hennar tvö, og var annað lambið dautt en það þurfti að aflífa hitt. Lömbin tvö hafa verið hjá rollunni á veginum þegar seinni bíllinn kom og keyrði á allt saman. „Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Finnbogastöðum segir þetta forkastanlegt að seinni bílstjórinn hafi ekki látið vita af óhappinu, því sá bílstjóri ber ábirgð á dauða lambanna tveggja og skorar á þann bílstjóra að hafa samband sig.“

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Úr sal.Gestir.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Seljanes-06-08-2008.
Vefumsjón