Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2013 Prenta

Bólusetning gegn inflúensu.

Guðmundur Sigurðsson læknir á Hólmavík.
Guðmundur Sigurðsson læknir á Hólmavík.

Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Sóttvarnarlæknir mælir með inflúensubólusetningu fyrir:
• Alla einstaklinga 60 ára og eldri. 
• Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
• Þungaðar konur.

Ofangreindum forgangshópum stendur bóluefni til boða sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald á heilsugæslustöð.

Byrjað var að sprauta þann 1.oktober. 2013.

Einnig er vakin athygli á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríum fyrir 60 ára og
eldri.

Á heilsugæsluselinu í Norðurfirði í Árneshreppi var bólusetning gegn inflúensu á þriðjudaginn 8. október. Næsti tími læknis í heilsugæsluselið í Norðurfirði verður þriðjudaginn 5.nóvember.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
Vefumsjón