Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2009 Prenta

Breytingar á vef Veðurstofu Íslands.

Ný forsíða Veðurstofu og Vatnamælinga.Mynd vedur.is
Ný forsíða Veðurstofu og Vatnamælinga.Mynd vedur.is

Á vef Veðurstofu Íslands og nú Vatnamælinga kemur fram að vefurinn mun breytast um helgina.
Í kjölfar sameiningar Veðurstofunnar og Vatnamælinga verða gerðar breytingar á vefnum vedur.is nú um helgina. Veigamestu breytingarnar verða á forsíðunni, en einnig verða fjölmargar breytingar á undirsíðum. Bæði verða breytingar á kvikum síðum og textasíðum.

Efri hluta forsíðunnar verður skipt upp í fjóra hluta: veðurspá, veðurathuganir, jarðskjálfta og vatnafar. Hver hluti tekur yfir allan efri helminginn þegar hann er valinn. Segja má, að um sé að ræða fjórar forsíður.

Meginorsakir þessarar róttæku breytingar á forsíðunni eru:

  • Erfitt er að bæta vatnafars-upplýsingum inn á forsíðuna við núverandi uppsetningu.
  • Af öryggisástæðum verður vinda-, hita- og úrkomu-spákortum gert hærra undir höfði á forsíðunni á kostnað núverandi staðaspákorts. Á vindaspákortum er hægt að sjá hvar og hvenær stormar verða verstir. Það er oft nánast ógerlegt á staðaspákortum.
  • Þessi uppsetning forsíðunnar opnar þann möguleika að bæta fleiri meginþáttum inn á forsíðuna seinna meir.


Hægt er að skoða breytingarnar á www2.vedur.is

Athugið að á þessum prófunarvef er ekki að finna nýjar fréttir og greinar. Verið er að leggja lokahönd á breytingarnar, því kann prófunarvefurinn að verða óvirkur annað veifið.
Sjá nánar á www.vedur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« September »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
Vefumsjón