Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2015 Prenta

Bryggjuball í Norðurfirði.

Kaffi Norðurfjörður verður opinn,bryggjan beint fyrir neðan.
Kaffi Norðurfjörður verður opinn,bryggjan beint fyrir neðan.

Laugardagskvöldið 22. ágúst verður haldið ball á smábátabryggjunni í Norðurfirði. Harmonikan verður í hávegum höfð og nokkrir harmonikuleikar koma til að spila. Nefna má t.d. Hilmar Hjartarson, Friðjón Jóhannsson, Valberg Kristjánsson, Lindu Guðmundsdóttir og fleiri.

Ballið byrjar kl 22.00 og stendur til kl 02.00, nema allt verði vitlaust. Aldurstakmark er 18 ár og miðinn kostar 2.000 krónur. Það verður posi á staðnum. Sara og Lovísa verða klárar með bjórinn og kökurnar á Kaffi Norðurfirði og fylgja okkur inn í nóttina. Gott er að hafa í huga að þetta er útiskemmtun og því er betra að klæða sig vel.

Verið velkomin á ekta bryggjuball við nyrsta haf!

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
Vefumsjón