Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júlí 2013 Prenta

Bryggjuhátíð á Drangsnesi 20.júlí.

Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi.
Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi.

Bryggjuhátíð á Drangsnesi fer fram í átjánda sinn þann 20. júlí næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru 2 ára eða 92 ára. Hátíðin hefst venju samkvæmt með dorgveiðikeppni í Kokkálsvík sem er svo fylgt eftir með sjávarréttasmakki, markaðsstemningu og kórsöng við frystihúsið. Þaðan dreifist dagskráin svo um þorpið en hægt verður að njóta allt frá kaffisopa í grunnskólanum upp í vináttulandsleik í knattspyrnu á knattspyrnuvellinum á Drangsnesi. Söngkeppni barna, grillveisla og kvöldskemmtun fara fram í samkomuhúsinu Baldri og þar endar jafnframt dagurinn með stórdansleik með hljómsveitinni Stuðlabandinu. Auk formlegra tímasettra dagskrárliða leggja íbúar á Drangsnesi ýmislegt á sig til að taka á móti gestum. Öllum húsum í hreppnum eru gefin nöfn eftir örnefnum á miðunum í kringum Drangsnes og þorpsbúar keppa sín á milli í fuglahræðugerð sem setur mikinn svip á þorpið bryggjuhátíðarhelgina. Pottarnir í fjöruborðinu hafa alltaf mikið aðdráttarafl og Malarhorn býður upp á siglingar í Grímsey, lifandi tónlist og einstakar veitingar.

Einn af hápunktum Bryggjuhátíðar í ár verður án nokkurs vafa myndlistarsýningin sem haldin er í Grunnskólanum á Drangsnesi. Að þessu sinni munu þrír ættliðir Strandakvenna sýna list sína en þær eru Lilja Sigrún Jónsdóttir, Ásta Þórisdóttir, dóttir Lilju Sigrúnar og Silja Ástudóttir, dóttir Ástu. Verður einstaklega áhugavert að sjá hvernig verk þessara líku en samt svo ólíku kvenna kallast á í skólastofunni.

Bryggjuhátíð var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og er öll vinna við hátíðina unnin í sjálfboðavinnu af íbúum Kaldrananeshrepps. Dagskrá hátíðarinnar hefur haldist nánast óbreytt frá upphafi og í ár er hún sem hér segir:

10:30 –11:30   Dorgveiði Kokkálsvík

12:30 – 15:00     Sjávarréttasmakk við frystihúsið og nikkan hljómar. Markaðsstemming í tjaldinu. Drengjakór íslenska lýðveldisins syngur í móttöku Drangs.

13:00 – 16:00  Grásleppusýning í Framtíðinni - fyrir utan Forvaða

13:00 – 16:30 Kaffihús í Grunnskólanum á Drangsnesi

12:30 – 16:00  Strandahestar

13:00 – 17:00  Hoppukast á túninu fyrir ofan búðina

14:30 – 16:00 Vináttulandsleikur í fótbolta á fótboltavellinum. Drangsnes – Hólmavík

16:00 – 17:00 Söngvarakeppni barnanna í Samkomuhúsinu Baldri

18:00 – 19:30  Grillveisla í Samkomuhúsinu Baldri

20:30 – 21:30  Kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu Baldri

22:00 – 23:00 Varðeldur með Einsa kalda úr Eyjunum við fótboltavöllinn

23:00 – 03:00 Lifandi tónlist á Malarkaffi

23:30 – 03:00  Bryggjuhátíðarballið – Stuðlabandið sér um fjörið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Úr sal.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
Vefumsjón